Spilling, hagsmunatengsl, mútur.

Íslenskum stjórnmálamönnum gengur illa að skilja orðið "hagsmunatengsl". Til dæmis í Noregi er lagaramminn alveg skýr. Opinberir starfsmenn geta EKKI ráðið fólk í vinnu sem er skilt þeim á einhvern hátt. Ef það gerist þá er sá sem stóð fyrir ráðningunni rekinn.

Það er eðlileg krafa í sérhverju samfélagi að fólk geti komist áfram í starfi á eigin verðleikum. Það sé ekki nauðsinlegt að vera í Sjálfstæðisflokknum til að komast í dómaraembætti til dæmis.
Það sé ekki nauðsinlegt fyrir umsækendur um embætti skólastjóra framhaldsskóla í dag að vera í flokki Vinstri grænna.
Og svo framvegis.

Það er sjálfsögð krafa að tengsl Gunnars Birgissonar við fyrirtæki dóttur sinnar séu skoðuð ofan í kjölinn. Það hefur verið almannarómur árum saman í kópavogi hvernig fyrirtækjum er hyglt á kostnað annarra. Þett er bara mál sem þarf að skoða.

Þegar ég var að alast upp þá lærði ég að orðið "MÚTUR" þýðir greiðsla fyrir greiða. Það er að segja einhverjum er borgað fyrir að gera eitthvað með þeim hætti að greiðandinn fær peningana sína til baka með góðum hagnaði fyrir handbendi mútuþegans.

Hjá stjórnmálaflokkunum virðist enginn þekkja muninn á orðinu "styrkur" og orðinu "mútur".
Það sem stjórnmálamenn hafa undanfarið kallað styrki, kalla ég mútur. Kannski gengum við bara ekki í sama skóla og fengum ekki sama orðaforðann.

Flokkar hafa fengið tugi milljóna í "styrki". Einstakir stjórnmálamenn hafa líka fengið milljónir í "styrki".
Hvað gerðu þessir stjórnmálamenn og flokkar í staðinn fyrir þessa styrki, sem ég lærði að kalla mútur.

Því miður hefur komið í ljós yfir páskana að Ísland er ískyggilega líkt Ítalíu. Ég á þó ekki von á að ég eða fjölskylda mín verði tekin af lífi fyrir þessi skrif. En ég geri mér grein fyrir að ég er ekki í náðinni hjá sumum.

En þannig landi, sem ég hef lýst hér á undan vil ég ekki búa í. Ég vil búa í landi þar sem spilling, hagsmunatengsl og mútur eru ekki hluti af daglegri stjórnsýlsu.


mbl.is Safna upplýsingum tíu ár aftur í tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er athyglisvert að í hvert skipti sem ég hef rætt við menn sem hafa haft afskipti af bæjarstjórn Kópavogs, oftast í viðskiptalegum skilningi, skuli ávallt vera minnst á spillingu. Ég ætla vissulega ekki að staðhæfa um neitt, enda hef ég engar sannanir fyrir neinu, en það virðist sem það sé löngu tímabært að rannsaka starfsemi þessara stjórnar. Kannski kemur eitthvað óhreint í ljós, kannski ekki.

Jón Flón (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 14085

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband