ICESLAVE BÖRNIN

Það er alveg dagljóst að það er gallað laga og regluverk ESB og EES sem verður þess valdandi að lítill banki á hjara veraldar getur gert næstum hvað sem er.

Það voru nokkrir tugir einstaklinga sem báru ábyrgð á þessu og gátu það vegna götóttra reglna um bankastarfsemi.

Það voru ekki íslensk börn sem nú á að gera að ÞRÆLUM.

Það er siðferðislega rangt að gera íslensk börn og fjölskyldur þeirra að greiðendum og ábyrgðarmönnum sem þau sannarlega bera enga ábyrgð á.

Ríkisstjórnin ætlar í samvinnu með þrælasölunum og nýlenduherrunum að selja alla íslendinga og börnin þeirra í ÞRÆLDÓM.

Ég get nú alveg lofað því að áður en það gerist þá mun verða gripið til...


mbl.is Gátu ekki stöðvað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á að láta íslenskt klúður falla á hollenskan og breskan almenning?

Ásdís Thoroddsen (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já Ásdís, hollenskur og breskur almennngur stjórnaðist af græðgi.  Vextirnir voru miklu hærri en buðust annarstaðar og þá átti íslenskur almenningur að greiða í boði vaxtaveislu Seðlabanka Íslands. 

Fólk verður að átta sig á því sjálft hvenær Nígeríusvindlarar eru á ferð.  Á Íslandi var og er stjórnkerfið fullt af þeim.

Eigum við kannski að selja börnin okkar í þrældóm af einskærri samviskusemi í garð græðginnar?

Magnús Sigurðsson, 17.6.2009 kl. 09:38

3 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Það er enginn að segja að það eigi ekki að endurgreiða, það er aðferðin sem er deilt um.

En ég er með lausn á þessu máli.

Allir þeir sem vilja vera greiðendur og ábyrgðarmenn á þessum ca. 700 milljörðum geri það.

Ef þú vilt vera ábyrgðarmaður og greiðandi þessa láns sem væntanlega verður þúsund milljarðar fljótlega, með eignum á móti sem eru sennilegast lítils sem einskis virði, þá bara gerir þú það.

Þannig geta allir skrifað uppá fyrir sjálfa sig og sín eigin börn. Þið og ykkar börn borgið svo af þessu í framtíðinni. 

Ég og mín börn ætlum að sleppa því enda berum við ekki nokkra einustu ábyrgð á þessu.

Baldvin Björgvinsson, 17.6.2009 kl. 09:42

4 identicon

Það er býsna billegt nú að líkja Icesafe við "Nígeríusvindlara" sem senda út póst á netinu. Að baki Icesafe var elsti banki Íslands, dyggilega studdur af íslenskum stjórnvöldum (ég hef nú ekki heyrt að nígerísk stjórnvöld hafi gert slíkt með sína svindlara). Sparifjáreigendur lögðu inn sitt fé út á það traust sem Ísland naut í löndum þeirra, en ekki af takmarklausri græðgi. Þannig að ef íslensk stjórnvöld bregðast nú við með því að segja "allt í plati", við meintum ekkert með því þegar við sögðum í fyrravor að bankarnir væru traustir, þá er ég hræddur um að lítið mark verði tekið á þeim í framtíðinni. Það er dýrt að vinna sér traust, en það er ennþá dýrara að glutra því niður.

GH (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 09:45

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég hef aldrei heyrt að Nígerísk stjórnvöld hafi gert nokkuð til að stoppa "Nígeríusvindlarana".  Ekki heldur að nokkur afi haft hugmyndaflug til að ætla Nígerískri æska að borga fyrir misgjörðir þeirra hafi einhver látið glepjast af þeim. 

Svindlið heldur áfram ef við töku ábyrgðina á íslenska þjóð að greiða það sem ekki er fræðilegur möguleiki að hún geta greitt. 

Magnús Sigurðsson, 17.6.2009 kl. 09:54

6 identicon

I lýðræðissamfélögum er það þjóðin sem á endanum ber ábyrgð á gerðum stjórnvalda. Það verður reyndin í þessu máli eins og öðrum, því að hvað sem okkur finnst um ábyrgðina þá lenda afleiðingarnar á íslensku þjóðinni. Það sem hollenska fjármálaeftirlitið er að segja er að það reyndi að fá íslenskar eftirlitsstofnanir til að taka í taumana, en þær gerðu það ekki -- reyndar birtist seðlabankastjórinn íslenski í fjölmiðlum og stærði sig af styrk bankakerfisins. Nú súpum við seyðið af því.

GH (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 09:55

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

GH, byrjum þá á því að láta þá bera ábyrgðina sem það ber og látum ekki saklausa æsku gjalda græðgi þeirra.  Að öðru leiti tek ég undir orð Baldvins hér að ofan.

Magnús Sigurðsson, 17.6.2009 kl. 10:12

8 identicon

Við berum ábyrgð af því að seðlabankinn og fjármálaeftirlitið gerðu ekki vinunna sína.

Það er sárt að horfa upp á að Hollendingar þurfi að borga fyrir klúður sem íslenskar stofnanir á vegum ríkisins leyfðu nokkrum köllum að framkvæma.

Við höfum alltaf verið þekkt fyrir að vera heiðaleg þjóð en sá tími er örugglega liðinn. Hugsið um það næst þegar þið heyrið einhvern tala niður til meðborgara okkar frá öðrum löndum við erum ekkert betri bara fyrir að hafa fæðst á Íslandi!

HA. (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 14121

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband