24.6.2009 | 11:51
Þetta var bara tímaspursmál
Forsendur þeirra lána sem málið snýst um eru löngu brostnar.
Stjórnvöld hafa nákvæmlega ekkert gert til þess að styðja við bakið á þeim heimilum sem plötuð voru með "Varglánum".
Bönkunum, sem í flestum tilfellum eru í raun ekki til lengur, er gefið opið veiðileyfi á venjulegar fjölskyldur sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið.
Þessum sömu fjölskyldum hefur verið algerlega bannað að verja sig og reyndar verið hótað öllu illu af fjármálaráðherra og forsætisráðherra.
Það gengur ekki í siðuðu samfélagi að annar aðilinn, í þessu tilfelli lánveitandinn, hafi óskorað leyfi til að hækka höfuðstól láns án allra takmarka.
Það hefur orðið siðrof í samfélaginu, þeir sem verið er að níðast á þurfa að verja börn sín og fjölskyldu og hafa ákveðið að snúa bökum saman, bíta í skjaldarrendur og verjast.
Það sigrar enginn her fólks sem hefur engu að tapa.
Hagsmunasamtök heimilanna styðja greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vegna verðtryggingarinnar hafa bókfærðar "eignir" bankanna (húsnæðislán landsmanna) hækkað að verðmæti án þess að þeir hafi skapað nein raunveruleg verðmæti sem liggja að baki. Þetta jafngildir í eðli sínu peningafölsun, sem er best að sýna fram á með því að taka dæmi: ef ég keypti mér 100m2 íbúð en ári síðar væri hún orðin 120m2, án þess að ég hefði framkvæmt neina vinnu til að stækka íbúðina. Heilbrigð skynsemi segir okkur að þetta gæti auðvitað aldrei átt sér stað, aðeins í veruleikafirrtu umhverfi fjármagnsfölsunar er hægt að eignast "eitthvað" fyrir "ekki neitt". Á sama tíma þarf fólk sem vill eignast þak yfir höfuðið að henda peningum í lán sem hækka bara og hækka, það gefur auga leið að þetta er dauðadæmt, til hvers að borga þegar það skilar engu?
Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2009 kl. 12:29
Það er kannski rétt að ég taki fram að ég er ekki með húsnæðislán en styð aðgerðir Hagsmunasamtaka heimilanna heilshugar.
Baldvin Björgvinsson, 24.6.2009 kl. 12:47
Þetta er nú meira ruglið, haldiði að það sé bara hægt að láta skuldirnar hverfa??
Það er einhver sem kemur til með að þurfa að borga þetta og þetta kemur bara niður á okkur öllum. Þetta verður bara til þess að auka álagið á samfélagið og ekkert annað.
Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 17:47
Skuldir bankanna hurfu ekkert, þær voru færðar yfir á almenna íslendinga, það er nú meira ruglið Guðrún.
Persónulega hef ég engan áhuga á að taka þær yfir og vil að þeir sem fengu ofurlaunin fyrir að taka ábyrgðina, séu látnir axla hana.
Ekki íslensk börn fædd og ófædd.
Baldvin Björgvinsson, 25.6.2009 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.