28.8.2009 | 14:52
Stéttarfélög á móti sínu fólki.
Ég var að átta mig á því af hverju stéttarfélögin gera ekki rassgat til að hjálpa sínu fólki þessa dagana.
Fyrir utan ofurlaunin sem forsvarsmenn stéttarfélaganna hafa og eru þar með í engu sambandi við lífskjör sinna umbjóðenda. Þá eru stéttarfélögin í vonlausri stöðu í dag sem mestu fjármagnseigendur íslands.
Lífeyrissjóðirnir eru væntanlega einu fyrirbærin í íslensku samfélagi sem eiga peninga. Þegar kemur upp svona staða eins og í dag þá hafa stjórnir stéttarfélaganna varla annan kost en að standa með lífeyrissjóðnum gegn sínum eigin félagsmönnum, sem eru þó eigendur lífeyrissjóðsins.
Það er svo sem ekki skrítið að það heyrist ekki múkk í þeim sem eru á launum hjá launþegum til að gæta þeirra hagsmuna. En þeir hafa greinilega tekið afstöðu með fjármagnseigendum gegn launþegum, hverra þeir fá þó borguð laun frá til að gæta þeirra hagsmuna.
Fara í greiðsluverkfall 1. okt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú veist greinilega lítið um stéttarfélög... þau eiga ekki uppsafnaða sjóði til að hjálpa sínum umbjóðendum og sennilega eiga mjög mörg þeirra í vanda vegna gríðarlegs tekjufalls af því tekjur þeirra eru hlutfall launa sem hafa hrunið í kreppunni. Ofurlaun starfsmanna verkalýðsfélaga eru ekki til staðar nema í örfáum undantekningartilfellum og flestir virðast líta á sem viðtekna staðreynd allsstaðar.
Jón Ingi Cæsarsson, 28.8.2009 kl. 23:26
Pælingin er sett fram til að draga fram umfjöllun um málið. Ég veit að stéttarfélög eru misjöfn og skipun í lífeyrissjóði þeirra er með misjöfnum hætti.
Það er hins vegar þannig að grundvallarhugsunin á bakvið lífeyrissjóðina hefur breyst.
Laun margra verkalýðsleiðtoga eru margföld laun umbjóðenda sinna og engan vegin til að hvetja þá til að standa sig í samningaviðræðum, þau ættu að vera fast hlutfall af lægsta taxta til dæmis 3 - 5 x lægsti taxti. Það ætti að hvetja þá.
Við vitum að margir lífeyrissjóðir hafa tapað gífurlegu fé. Kjaftasagan segir að það sé ekki nema helmingurinn eftir af sjóði VR og jafnvel minna. Aðrir sjóðir sem stjórnað hefur verið af mikilli skynsemi standa bara vel, en allir hafa tapað einhverju.
Málið er að lífeyrissjóðirnir eru ekki eign þeirra sem stjórna þeim eða skipa þar í stjórnir, þótt þeir haldi það oft og hagi sér þannig.
Lífeyrissjóðir eru sameiginlegir sjóðir þeirra sem borga í þá. Þegar ástandið er jafn alvarlegt og nú er í samfélaginu þá verða sameiginlegir sjóðir launafólks, eins og aðrir að taka þátt í samfélaginu með ábyrgum hætti.
Lífeyrissjóðir starfa samkvæmt reglum um hvað þeir meiga gera og hvað ekki, hvað þeir eiga að gera og hvað ekki.
Nú þegar allt er á heljarþröm hér í samfélaginu okkar, heimilin eru í stórvanda, þá hafa forsvarsmenn lífeyrissjóða meðal annara orgað sem hæst um hvað verðtryggingin er nauðsinleg og góð. Verðtrygging er hvergi í neinu landi sem við berum okkur gjarnan saman við. Hún kemur í veg fyrir að fjármálum landsins sé stjórnað með ábyrgum hætti.
Eins og fyrr segir eru lífeyrissjóðir fyrst og fremst eign þeirra sem borga í þá og eiga að fá borgað úr þeim þegar þeir verða óvinnufærir vegna einhverra orsaka, í flestum tilfellum er það ellin.
Maður spyr sig hvers vegna ENGINN verkalýðsleiðtogi stígur fram til stuðnings sínu fólki, þeim sem borga launin hans.
Hverjir stóðu vaktina fyrir borgarana í Icesave málinu?
Svar: InDefence, hópur sjálfboðaliða úr röðum almennra borgara.
Hverjir standa fremstir í hinni raunverulegu skjaldborg heimilanna?
Svar: Hagsmunasamtök heimilanna, hópur sjálfboðaliða úr röðum almennra borgara, eru þeir einu sem slegið hafa skjaldborg um heimilin og standa þar fremstir á víglínunni tilbúinir í hvað sem er.
Hverjir ættu að sinna þessu?
Svar: Þeir sem fá borgað fyrir það úr vösum þessarra sömu almennu borgara. Þeir hins vegar nenna því ekki eða hafa engan áhuga á því eða þá að hagsmunir þeirra liggja annarsstaðar.
Baldvin Björgvinsson, 29.8.2009 kl. 09:38
Flestir verkalýðsrekendur eru á margföldum launum umbjóðenda sinna. Og eru í þægilegum skrifstofujobbum við að leika sér í excel og sitja fundi um misjafnlega (ó)merkileg mál. Þetta er staðreynd og gaman væri að heyra frá Jóni Inga hvað hann veit um starfsemi verkalýðsfélaga. Í hverju felst vinna þeirra sem sitja í flottu skrifstofunum? Lýsingar óskast.
Margrét Sigurðardóttir, 29.8.2009 kl. 13:34
Margrét... athugsemdin þín fráleit og sýnir að þú veist minna en ekki neitt um starfsemi verkalýðsfélaga. Ef ég væri jafn óupplýstur þá hefði ég vit á að þegja.
Mér er ljúft að upplýsa þig að ég hef starfað í stjórn meðalstórs stéttarfélags í samtals 19 ár eða frá 1982 með smá hléi inn á milli. Þar var ég lengi varaformaður og síðan ritari..Ég hef tekið þátt í miklum fjölda kjarasamninga og þekki innviði stéttarfélags míns og þeirra heildarsamtaka sem það starfar innan afar vel...sennilega fáir betur.
Það væri ekki galið að kynna sér það sem maður er að tjá sig um því þessi athugsemd þín ber vott um ótrúlega mikið þekkingarleysi á málefninu.
Hjá mínu stéttarfélagi er hvorki flottar skrifstofur eða ofurlaun og starf þeirra sem þar vinna er að þjóna félögum okkar með allt sem þeim liggur á hjarta...standa vörð um kjör og kjarsamninga, reka sjúkrasjóði, orlofheimilabyggðir, styrkja félagsmenn til náms í gengum starfmenntasjóði, veita lögfræðiaðstoð, gefa út upplýsinga og kynningarefni og svo framvegis og svo framvegis...
Annars er þetta svo kjánaleg athugsemd að ég trúi því eiginlega að þetta sé svona grátt gaman hjá þér .
Jón Ingi Cæsarsson, 29.8.2009 kl. 16:43
Jón Ingi. Ég sat í stjórn stéttarfélags. Kynntist innviðunum vel og veit ekki til þess að eitthvað hafi breyst þar. Mér sýnist helstu verkefni félagsins vera að úthluta orlofshúsum til félagsmanna. Félagsmenn eru á taxtalaunum, sem eru lág eins og annars staðar, en starfsmenn félagsins á háum launum. Af hverju beittu stéttarfélögin sér aldrei fyrir því að hækka lágmarkstaxta? Það hefði átt að vera tækifæri á meðan "góðæri" var.
Margrét Sigurðardóttir, 29.8.2009 kl. 17:25
Nú er það ekki augljóst að það var enginn áhugi á að hækka lægstu taxta, þótt vitað sé að það er ekki hægt að lifa á þeim.
Þakka þér fyrir svörin Jón Ingi, ég veit vel að sum stéttarfélög vinna vel sitt starf og sumir lífeyrissjóðir hafa næstum ekkert rangt gert undanfarin ár. Það á því miður ekki við um alla.
Það breytir ekki þeirri staðreynd að nú þegar tugir þúsundna fjölskylda liggja í valnum algerlega gjaldþrota eftir hrun samfélagsins heyrist ekki rassgat frá forsvarsmönnum verkalýðs og stéttarfélaga.Gylfi hjá ASÍ hefur eitthvað aðeins látið í sér heyra eftir að það var púað á hann 1. maí. Hann er sá eini sem ég verð var við og ekki nennir hann að gera mikið. Guðmundur Gunnarsson hjá Rafiðnasambandinu er reyndar alltaf jafn duglegur að tjá skoðanir sínar. Þeir sem hafa boðið sig fram til að vera verkalýðsleiðtogar og fá borgað fyrir það eru bara ekkert að gera nú þegar heimilin eru í rúst.
Baldvin Björgvinsson, 30.8.2009 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.