9.9.2009 | 13:40
Leiðindalumma
Mikið er hún orðin leiðinleg þessi lumma um að fólk nenni ekki að vinna.
Atvinnurekendur þurfa bara að borga fólki þau laun sem nauðsinleg eru.
Atvinnurekendur fá ekki starfsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segðu! Er búin að vera að leita að vinnu í tæplega ár núna. Fæ ekki einu sinni svör við umsóknum. Þó ég sé atvinnulaus og vilji komast í vinnu, þá verð ég líka að taka mið af því að ég þarf að geta framfleytt fjölskyldunni. Þess vegna get ég ekki tekið vinnu sem borgar jafn mikið og lágmarks atvinnuleysisbætur, því um leið og ég fæ vinnu, þarf ég að setja yngsta barnið í gæslu eftir skóla og það kostar 20.000 á mánuði. Þess vegna þarf ég að fá vinnu sem borgar amk 35.000 kr. meira en bæturnar eru á mánuði til að tekjurnar minnki ekki enn frekar. Reyndar ná endar ekki saman á þessum bótum, en það er önnur saga.
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 9.9.2009 kl. 13:46
Hárrétt. Þetta segir meira um atvinnurekendurna sem ekki fá fólk til starfa, heldur en um atvinnulausa.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:52
Ég kannast við það, ég hef prófað að vera atvinnulaus einstæður faðir, það var ömurlegt tímabil. Þá tók ég þá ákvörðun að gera allt sem ég get til að koma í veg fyrir að það gerist aftur. Eitt af því var að mennta mig miklu meira.
Baldvin Björgvinsson, 9.9.2009 kl. 13:53
Það eru nú bara ekki láglaunastörf sem erfitt er að fá fólk í - ég hef neyðst til að ráða útlendinga hingað til lands eða að flytja störf úr landi, því í minni grein er bara ekki nokkur leið að fá menntaða og hæfa Íslendinga.
Púkinn, 9.9.2009 kl. 14:01
Get ekki verið meira sammála þessi leiðindalumma um að fólk nenni ekki að vinna er orðin svolítið þreytt.
Ég skil vel að fólk sé ekki að ráða sig í erfið láglaunastörf, væri ég í þeirri stöðu að vera atvinnulaus og mér yrði boðin vinna í frystihúsi eða verksmiðju fyrir sömu upphæð myndi ég segja pass þó svo að ég sé barnlaus og mín staða yrði ekki sú að það yrði dýrara fyrir mig að vera vinna rétt eins og Ingfríður nefndi áðan. Ég hreinlega sæji ekki ástæðu til þess að taka að mér slíkt starf og slíta líkamanum mínum endanlega út (en ég hef lent í 2 bílslysum ) Líkamleg heilsa er bara alltof dýrmæt, þar að auki myndi það örugglega vera þegar allt kemur til alls dýrara að taka slíkt starf enda kostar bensínið sitt og matur í hádeginu og á kaffitíma líka, þó svo að sjálfsögðu myndi maður reyna að koma með nesti sem oftast ;)
Solla Bolla (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 14:11
Ég er alltaf jafnhissa á hvað fáir fara í tövlunarfræði.
Þóra Guðmundsdóttir, 9.9.2009 kl. 14:12
pukinn og hvaða grein er það ?
Gunni (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 14:13
þóra ég kláraði tölvubraut iðnskólans með sérsvið netkerfi, ekki er ég að fá vinnu út á það, og ef þú ert hissa á hvað fáir fara í tölvurnarfræði , er ástæðan að flestir hafa gert sér grein fyrir þvi að það er meira en nóg framboð af vinnuafli með tölvumenntun og þú ferð bara í biðröðina eftir vinnu á þessu sviði þegar þú ert buin með námið.
gunni (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 14:15
tölvunarfræði átti þetta að vera.
Þóra Guðmundsdóttir, 9.9.2009 kl. 14:21
Það er *EKKI* meira en nóg framboð af vinnuafli á þessum sviðum. Það er framboð af fólki með þekkingu á ákveðnum sviðum innan tölvu- og hugbúnaðargeirans, en gargandi skortur á fólki með þekkingu á öðrum sviðum.
Mig sárvantar fólk með þekkingu á ákveðnum sviðum og ég þykist borga alveg ágæt laun - en ég fæ þetta fólk bara ekki hér á landi - tveir af 3 síðustu forriturum sem ég réð voru erlendir, en vegna efnahagshrunsins er nánast vonlaust að fá fólk til að flytja til Íslands.
Púkinn, 9.9.2009 kl. 14:49
pukinn. jæja er það, en þar sem eg er atvinnulaus eins og um 15000 aðrir íslendingar þá leit ég yfir atvinnuauglýsingar á netinu og rakst á þessa. eitthvað sem hefur rekið þennan forritara út í að borga fyrir að auglýsa eftir starfi . http://www.mbl.is/mm/atvinna/starf.html?adno=692045
Gunni (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 15:39
Ég sé bara ekki hvað þetta kemur málinu við. EIns og ég sagði er framboð af fólki með þekkingu á ákveðnum sviðum innan tölvu- og hugbúnaðargeirans, en gargandi skortur á fólki með þekkingu á öðrum sviðum.
Púkinn, 9.9.2009 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.