18.9.2009 | 02:57
Ég verð með
Ég mun ekki borga einn einasta reikning fyrr en 15. október. Ég mun fara í bankann þann 1. október og taka alla mína peninga út í seðlum. Þann 15. mun ég labba inn í bankann og borga það sem samviska mín segir mér að rétt sé að borga. Sennilega mun það verða 28 þúsund króna innborgun á lánið mitt en ekki 66 þúsund eins og Lýsing vill fá. Restina geta þeir sótt með lögsókn.
Ég mun síðan klára að flytja viðskipti mín til SPARISJÓÐS STRANDAMANNA sem er annar af tveim bönkum í landinu sem treystandi er fyrir peningum. Hinn er Sparisjóður Suður Húnvetninga.
Allir aðrir bankar í landinu gætu farið á hausinn aftur fljótlega og það er ekki víst að það verði hægt að bæta innistæðueigendum tapið aftur með peningum úr ríkissjóði, peningum sem eru ekki til.
Óraunsæi að hundsa verkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.