18.9.2009 | 18:04
Ég átti góðan dag í dag
Rétt fyrir hádegið fór ég í banka-fyrirbærið sem ég veit ekki lengur hvað heitir. KB-þing, kúlubanki eða eitthvað. Hann hefur skipt svo oft um nafn og kennitölu að ég bara hef ekki hugmynd um við hvern ég er að eiga viðskipti. Afar sérkennileg staða, eins og glæpamenn að fela slóð sína.
Búnaðarbankinn hét hann þegar viðskipti mín hófust.
Öll viðskipti mín flyt ég til annars bankans af tveim á Íslandi sem treystandi er fyrir peningum Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík. Allir hinir geta farið á hausinn aftur fljótlega og óvíst er að það takist að tryggja innistæður aftur.
Eftir hádegi fór ég og tók þátt í að stofna nýja stjórnmálahreyfingu. Þar var tíma mínum vel varið.
En var samt líka að vinna í dag, enda veitir ekki af.
![]() |
Hreyfingin verður til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála, Þetta var frábær dagur.
Dagur til þess fallin, að leggja góðan hornstein til framtíðar.
Arnór Valdimarsson, 19.9.2009 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.