Kosningaleiðbeiningar fyrir stjórnlagaþing 2010 - 2011

Hér eru leiðbeiningar fyrir kjósendur fyrir stjórnlagaþingið 27. nóvember 2010. Þessar leiðbeiningar eru sérstaklega skrifaðar fyrir mína meðmælendur en eru reyndar eins fyrir alla kjósendur.

Notaðu kynningarseðilinn sem landskjörstjórn hefur nú sent þér, eða bara eitthvert blað og búðu listann þinn til heima í rólegheitum, mörgum dögum fyrir kjördag. Þú mátt hafa miðann með þér á kjörstað.

Í 1. val setur þú númerið mitt [5185].
Í 2. val setur þú númer þess frambjóðanda sem þú hefur kynnt þér og vilt næst helst á stjórnlagaþingið. Síðan raðar þú koll af kolli.

MESTU MÁLI SKIPTIR HVAÐA FRAMBJÓÐENDUR ERU EFSTIR Á SEÐLINUM OG RÖÐIN SKIPTIR MÁLI

Þú kýst í raun bara einn frambjóðanda en það verða gerðar 25 tilraunir til að nýta seðilinn þinn í þeirri röð sem þú raðar.

Líklegast er að atkvæðið þitt nýtist þeim sem efstir eru, þess vegna velur þú þá frambjóðendur vel og vandlega, aðallega þá fimm fyrstu. 
Hina 20 sem á eftir koma þarf ekki að leggja eins mikla vinnu í að velja því það er miklu ólíklegra að atkvæðið falli þeim í skaut. Ég mæli samt ekki með að þú veljir bara eitthvert fólk. Þó þú megir kjósa bara einn, ef þú vilt, þá er mælt með því að setja númer að minnsta kosti fimm frambjóðenda á seðilinn. Ef þú ætlar að vera næstum alveg viss um að kjörseðillinn þinn nýtist þá setur þú númer 25  frambjóðenda í allar línurnar 25.

Ég veit að þetta er ekki fullkomin útlistun á hvernig kerfið virkar, það væri of flókið að reyna slíkt. En áhugasamir geta leitað á netinu að „Single Transferable Vote“ til að kynna sér STV kerfið betur.

Tilgangur minn með þessum leiðbeiningum er að reyna að aðstoða kjósendur við að fullnýta atkvæði sitt.

Baldvin Björgvinsson, frambjóðandi númer 5185 til stjórnlagaþings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 14159

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband