Það er of einfalt að falsa þessi vottorð

Ekki ætla ég að halda því fram að þetta fólk hafi verið með fölsuð vottorð en ég veit af eigin reynslu að það er of auðvelt að falsa þau og hvatinn er mikill til þess.

1. Ég var staddur í UK fyrir nokkurm vikum og þar lýsti leigubílsstjóri hvernig vinur hans hafði falsað PCR vottorð því hann þurfti að skreppa úr landi.

2. Það er of auðvelt að falsa þessa pappíra, þetta eru bara blöð sem maður prentar sjálfur út heima hjá sér.

3. Hvatinn er töluverður, að mega ferðast frjáls, að losna við sótthví og að losna við sýnatöku erlendis.

4. Því fylgir töluverður kostnaður að ferðast óbólusettur, tugir þúsunda í kostnað við PCR próf og allskonar vesen við sýnatöku og allskonar.

5. Það er mögulega útilokað eða amk. mjög erfitt að sanna hvort vottorðin eru ófölsuð.


mbl.is Sumir ferðamannanna höfðu farið „ansi víða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt af því sem koma þarf fram á gamla vottorðinu er símanúmer hjá rannsóknarstofu/útgefanda vottorðs (eða nægar upplýsingar, t.d. vefsíða, þannig að hægt sé að staðfesta niðurstöður ef þarf). Og fölsun er refsiverð, skjalafals. Sumarfríið farið fyrir lítið ef sitja þarf í fangelsi nokkra mánuði.

"„Það sem er verið að gera er að vottorð sem núna er verið að skoða á landamærum, sem eru bólusetningarvottorð, neikvæð PCR-próf og vottorð um fyrri COVID-sýkingu, þau eru að fá á sig öll svona staðlaðan QR-kóða sem inniheldur upplýsingar og gerir það að verkum að það er mun þægilegra að staðfesta að þessi vottorð séu öll rétt og ekki fölsuð,“ segir Ingi Steinar Ingason, verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu." Þeir sem hafa önnur vottorð, t.d. pappíra frá UK, eru skimaðir við komu til landsins.

Hvernig Bretar, sem standa utan við upplýsingakerfi Schengen og Evrópskt samstarf um þessi vottorð, hafa hlutina er þeirra mál. Leigubílstjórar eru einnig vafasamar heimildir um störf landamæravarða, löggæslu og heilbrigðisyfirvalda í öðrum löndum.

Vagn (IP-tala skráð) 28.6.2021 kl. 14:47

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Þessi vottorð eru ekkert skoðuð. QR kóðinn er ekki skannaður það er bara rétt aðeins kíkt á þetta. Það er bara of auðvelt að búa svona pappír til sjálfur.

Baldvin Björgvinsson, 28.6.2021 kl. 17:07

3 identicon

Þú mátt alveg halda það. Fréttirðu það einnig frá einhverjum leigubílstjóra?

Fyrir komu þarf að skrá sig. Þannig er vitað hverjir koma og hvaða vottorð þeir segjast hafa. Oftast er hægt að kanna það nánar hjá yfirvöldum viðkomandi lands. Við komuna þarf því ekki endilega að skanna vottorð hvers farþega. Og þegar vafi er þá eru ekki aðeins landamæraverðir og heilbrigðisstarfsfólk við komuna sem skoða vottorðin. Flugfélögum sem fljúga til Íslands er skylt að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 fyrir brottför til landsins. Flugfélagið fær 200.000 kr sekt fyrir hvern sem sleppur í gegn og þarf ekki að endurgreiða farmiða hjá þeim sem ætla í flug hingað en standast ekki skoðun. Og sennilega er svona skjalafals einnig bannað og refsivert í því landi. Miklar líkur eru á að fölsunin virki ekki og er því nokkuð mikil áhætta fyrir frekar lítinn ávinning.

Vagn (IP-tala skráð) 28.6.2021 kl. 18:32

4 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ég held ekki það sem ég veit.

Baldvin Björgvinsson, 29.6.2021 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 14107

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband