Hættan er fyrir hendi

Það hefur lengi verið stundað hér á landi að setja GSM senda og viðlíka búnað á skólabyggingar. GSM möstur standa meðal annars á leikskólalóðum.
Það var einu sinni þannig að tóbaksreykingar voru taldar heilsusamlegar, síðan hættulausar lengi vel en síðar kom hið sanna í ljós.
Þeir sem hafa stundað rannsóknir á rafsegulsviði og rafgeislun hafa farið fram á að fólk sé látið njóta vafans.
Það hefur veri sýnt fram á að örbylgju sendingar og rafsegulbylgjur sem eru kassalaga eins og þessar, breyta DNA og geta þar með aukið líkur á til dæmis krabbameini.
Hvaða styrk þarf á sendingu til þess er hins vegar deilt um.

Það verður að segjast eins og er að það að staðsetja örbylgjusendi á byggingu þar sem fólk er statt að jafnaði er varasamt.
Ætla eigendur sendisins og þeir sem gáfu leyfið að greiða skaðabætur ef það kemur í ljós eftir nokkur ár að bein tengsl séu milli svona búnaðar og heilsufarsvanda?

Sem raffræðingur sem hefur kynnt sér þetta verulega vel í gegnum árin þá mæli ég með að skólayfirvöld segji nei þegar óskað er eftir að fá að setja hverskonar senda á skólabyggingar eða á skólalóðir.


mbl.is Hætti vegna farsímasendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er hættan? Hver er vafinn? Hversu marga áratuga rannsóknir þarf áður en eitthvað telst hættulaust? Við getum ekki annað en farið eftir þeim niðurstöðum sem liggja fyrir. Þær benda ekki til neinnar hættu. Það verða alltaf einhverjir sem telja GSM sendingar, örbylgjusendingar almennt, geislunina frá sjónvarpinu, ljósaperunni og útvarpinu varasamar. Þrátt fyrir að nýjustu og bestu rannsóknir sýni annað. Á að banna allt þar til það hefur verið endanlega sannað hættulaust? Ennþá er ekkert sem hefur verið endanlega sannað að sé hættulaust.

Og ef maður googlar "square waves and cancer" þá er fátt um vísanir á einhverja hættu. Þvert á móti er fjöldi vísana í meðferðir gegn krabba með þessháttar bylgjum.

sigkja (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 10:18

2 identicon

Spurning að þessi kennari fái sér bara túberaðan álpappír á hausinn og þá er málið leyst :)

Grétar (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 10:40

3 identicon

Ekkert er hættulaust. Á manninum dynur heilmikil geislun á hverjum degi, mest af henni frá náttúrunnar hendi, utan úr geimnum. Í loftinu og vatninu eru ótal snefilefni sem hægt og rólega brjóta okkur niður. Það sama á við um matinn sem við borðum, hann er baneitraður. Ef þessir umhverfisþættir væru ekki til staðar þá segir það sig sjálft að við værum eilíf. Auðvitað er rétt að draga úr þessum áhrifum eins og mögulegt er en það verður að setja þetta allt í aðeins stærra samhengi. Engin vísindaleg rannsókn getur lofað þér algjöru öryggi og engum áhrifum, hvort sem það varðar GSM síma eða annað. Slík rannsókn væri einfaldlega ekki vísindaleg. Það besta sem vísindin geta boðið þér eru sterkar vísbendingar um að áhættan sé langt innan þeirra marka sem þykja ásættanleg og það er það er niðurstaða allra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið á þessu sviði.

Ef sú sáralitla útvarpsgeislun sem stafar frá GSM sendi, tala nú ekki um ef maður er beint fyrir neðan sendinn, veldur einhverjum líkamlegum kvillum þá getur viðkomandi varla verið vært nokkursstaðar í þéttbýli í hinum vestræna heimi.

Bjarki (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 10:45

4 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Það er ekki nóg að nota Google og kíkja yfir einhverjar yfirborðskenndar upplýsingar til að skoða svona mál með vísindalegum hætti.

Ég hef lesið rannsóknarskýrslurnar sjálfar og rýnt í tölfræðina, mælingar og gögn.

Rafsegulbylgjur er vissulega hægt að nota í lækningum líka, en þetta er ekki svona einfalt eða svart og hvítt.

"Allt er gott í hófi" er stundum sagt. Rafsviðsóþol er til dæmis læknisfræðileg staðreynd. Það er sem sagt læknisfræðilega sannað að fólk getur verið með óþol fyrir rafsviði.

Rannsóknir á músaheilum hafa sýnt fram á að kassalagaðar bylgjur valda skemmdum, en eins og ég bendi á snýst allt um styrkinn. Við höfum til dæmis engar áhyggur af sendi sem staddur er í Sidney í Ástralíu. En menn sem sátu uppi á brúarþaki á síldarbátum rétt fyrir framan radarinn kvörtuðu iðulega yfir höfuðverk á eftir.

Persónulega get ég aldrei skilið hvernig fólk getur mælt með því að börn séu tilraunadýr í rannsóknum á áhrifum rafsegulbylgna á fólk.

Baldvin Björgvinsson, 11.6.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 14084

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband