Borgar sig að skipta yfir í LED perur?

Fyrst birt á svipan.is þann 15. 01. 2014 síðan þá hefur verð á perum breyst nokkuð en raforkuverð lítið.
Í stuttu máli:

17.108 krónur Sparast bara í rafmagnskostnað á ári í þessu dæmi og LED perurnar borga sig því upp á innan við ári (gæti tekið tvö ár miðað við verð á perum í dag 1. janúar 2015).

154.764 krónur sparast í bæði rafmagnskostnað og perur á sjö árum með því að nota LED perurnar í tíu ljós sem loga að meðaltali tíu tíma á dag alla daga ársins.

Útrreikningar, aðferð og samanburður.

Nokkuð er um að Íslendingar velti fyrir sér hvort það borgi sig að kaupa þessar dýru LED perur í staðinn fyrir aðrar. Helsti vandinn er að reikna út bæði raforkunotkun og hvað þarf að kaupa mikið af perum til að skipta út. Algengt er að venjulegar perur endist nokkur þúsund klukkustundir en LED perurnar eiga að endast tugi þúsundir klukkustunda. Mismunandi eftir framleiðendum og framleiðsluvörum. Einnig þarf LED peran oftast að lýsa ekki minna en sú ljósapera sem fyrir er, til að birtan verði næg.

Svipan fékk eftirfarandi útreikninga og myndir frá raffræðingi sem var að skipta um perur í einu herbergi hjá sér. Hingað til hefur hann verið tregur til að skipta yfir í LED vegna þess að perurnar þóttu of dýrar og gáfu oft ekki nógu góða birtu. Árangurinn í þessu tilfelli er góður þar sem perurnar gefa nægan ljósstyrk og litur ljóssins er góður.

Með þessu fylgja eftirfarandi útreikningar miðað við tíu perur yfir sjö ára tímabil og myndir af árangrinum.

Útreikningarnir eru birtir með fyrirvara um mögulegar villur í þeim eða upplýsingum framleiðanda um raunverulega orkunotkun. Athugasemdir eru vel þegnar í athugasemdum hér með þessu bloggi.

Valdar voru perur frá IKEA einfaldlega vegna þess að verð á perunum er ágætt og allar nauðsynlegar upplýsingar er að finna á heimasíðu IKEA og auðvelt er að vísa í þær.

led1Reiknum fyrst út halógen-perunar

35 Watta halógenperur keypar í IKEA http://www.ikea.is/products/4910

10 Stykki perur

350 Wött samtals

0,35 Kílówött

15,12 Krónur kosta þúsund Wött í klukkustund

5,29 Krónur kostar að láta þessi ljós loga í klukkustund

52,92 Krónur kostar að láta þessi ljós loga í tíu klukkustundir á dag

19.316 Krónur kostar að láta þessi ljós loga í tíu tíma á dag alla daga ársins í eitt ár.

135.211 Krónur kostar rafmagnið í þessi ljós í sjö ár.

1000 Klukkustundir endist peran

10 Klukkustundir á dag

365 Daga á ári

3650 Samtals klukkustundir

3,65 Perur á ári

36,5 Perur sinnum tíu

256 Perur á sjö árum

750 Krónur kosta fjórar perur í pakka

187,50 Krónur kostar hver pera

47.906 Krónur kosta tíu halogenperur í sjö ár

183.117 Kosta perur og rafmagn í þessar tíu halógenpeur í sjö ár

Eða

26.160 Krónur að meðaltali á ári.

led2Reiknum svo út LED-perurnar

4 Watta LEDperur keypar í IKEA http://www.ikea.is/products/33988

10 Stykki perur

40 Wött samtals

0,04 Kílówött

15,12 Krónur kosta þúsund Wött í klukkustund

0,60 Krónur kostar að láta þessi ljós loga í klukkustund

6,05 Krónur kostar að láta þessi ljós loga í tíu klukkustundir á dag

2.208 Krónur kostar að láta þessi ljós loga í tíu tíma á dag alla daga ársins í eitt ár.

15.453 Krónur kostar rafmagnið í þessi ljós í sjö ár.

25.000 Klukkustundir endist peran

10 Klukkustundir á dag

365 Daga á ári

3.650 Samtals klukkustundir

0,146 Perur á ári

1 Pera dugar í sjö ár

1290 Krónur kostar peran

12900 Kosta tíu LED perur

28.353 Kosta perur og rafmagn í þessar tíu LED perur í sjö ár
Eða
4.050 Krónur að meðaltali á ári.

17.108 Sparast bara í rafmagnskostnað á ári í þessu dæmi og LED perurnar borga sig því upp á innan við ári.

154.764 Sparast í bæði rafmagnskostnað og perur á sjö árum með því að nota LED perurnar í tíu ljós sem loga að meðaltali tíu tíma á dag alla daga ársins.

Svo sparast auðvitað enn meira með því að slökkva ljósin.

(Raforkunotkun er reiknuð út frá eftirfarandi notkun: 698kwst 10.551 krónur  gerir 15,12 krónur á kílówattstund.)

Hér að neðan sést munurinn á lit og ljósstyrk þar sem búið er að setja LED peru hægra megin en það er Halogen pera vinstra megin. Á seinni myndinni er LED báðum megin.

led1

led2

 

Ég er eins og Nostradamus

Í gær sagði ég við alla að nú hæfist einhverskonar sirkus sem yrði leiddur af Vilhjálmi Bjarnasyni fjárfesti, Pétri Blöndal og öðrum álíka sem hafa það áhugamál í lífinu að safna peningum, eins og sumir safna frímerkjum. Ég hafði greinilega rétt fyrir mér og þarf svo sem engan sjáanda til.

Það sorglega í þessum farsa sem hefur verið í gangi og heldur nú áfram er að ÞINGMENN skuli TRÚA því að lögin í landinu séu bara fyrir HINA en ekki þá SJÁLFA.

Lögin eru einfaldlega þannig, og hafa verið þannig lengi, að það er ekki hægt að veita verðtryggt lán til neytenda. Vegna þess að það er ekki hægt að búa til greiðsluáætlunina.

Það verða allir að fara að lögum, þar er enginn undanskilinn.

Þessu verða menn að fara að átta sig á, sérstaklega þeir sem trúa því gagnstæða.


mbl.is Fásinna að miða við annað en 0%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramótaheit Dögunar - Samþykkt landsfundar 8. nóvember 2014

Skorað er á Alþingi að tryggja að fyrningarfrestir í málum sem snúa að skattaundanskotum til aflandsfélaga og skattaskjóla verði lengdir eins og þörf er, hluti mögulegra brota fyrnist um áramót 2014-2015 að óbreyttu.

 

Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, gefa hér með íslensku þjóðinni eftirfarandi áramótaheit:

 

Íslenska ríkinu/Alþingi er heimilt að veita  allt að 1/10 af framlagi ríkisins árið 2015, sem ætlað er að renni til starfsemi stjórnmálasamtakanna Dögunar, til embættis Skattrannsóknarstjóra, til kaupa á gögnum um fjármuni í erlendum skattaskjólum.

 

Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, skorar hér með á önnur stjórnmálasamtök eða flokka að taka þátt í þessu átaki og bjóða slíkt hið sama.

 

Formenn allra stjórnmálasamtaka og flokka sem fá framlag frá íslenska ríkinu fá senda þessa áskorun í ábyrgðarpósti. Dögun mun birta svörin jafnóðum og þau berast.

 

Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, býðst einnig til að halda utan um sjóð frjálsra fjárframlaga einstaklinga, lögaðila og fyrirtækja til að kaupa gögn um fjármuni í erlendum skattaskjólum. Þau framlög verða endurgreidd ef ekki reynist þörf fyrir þau eða gefin áfram samkvæmt beiðni gefanda.

 

Reikningurinn er hjá Sparisjóði strandamanna og er númer 1161-05-250244 á kennitölu Dögunar, 670209-1050.

 

Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði.


mbl.is Óttast að nýtt hrun nálgist óðfluga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæstrengur frá Íslandi til Englands í stuttu máli

 Eftir Baldvin Björgvinsson, fulltrúa Hreyfingarinnar í ráðgjafahópi um sæstreng.

Ég sat í ráðgjafahópi um lagningu sæstrengs fyrir hönd Hreyfingarinnar fram á síðastliðið vor. Með tilliti til þeirrar umræðu sem nú er í gangi um þessa framkvæmd er rétt að taka saman nokkur aðalatriði málsins.

Sæstrengurinn sem verið er að tala um að leggja frá Íslandi til Skotlands væri lengsti sæstrengur heims og sá dýpsti. Tæknilega framkvæmanlegt segja framleiðendur sæstrengja og orkutap á leiðinni ásættanlega lítið. Þannig að við göngum út frá því að þetta sé tæknilega framkvæmanlegt.

Hvaða orku á að selja? Að hluta til orku sem er til nú þegar í kerfinu en miðað við áætlanir um orkusölu um strenginn þá þyrfti að virkja töluvert til viðbótar. Allt að eina til tvær Kárahnjúkavirkjanir í viðbót. Það eitt ætti að vera umhugsunarefni fyrir náttúruunnendur. Þessi orka er til í landinu óvirkjuð í ám, gufu og vind þannig að enn einu sinni segjum við að þetta sé tæknilega hægt en spurningin stendur eftir hvort við viljum fórna náttúru í þetta verkefni.

Auk þess að selja orku er ætlunin að kaupa raforku til landsins um strenginn, þegar hún er ódýr í Englandi. Þar með væri Ísland farið að kaupa og nota raforku búna til með ósjálfbærum hætti til dæmis með kolum, olíu, kjarnorku og álíka aðferðum. Landsvirkjun svarar því reyndar þegar spurt er,  að það verði bara keypt frá vindrafstöðvum, en það er engin leið að sjá hvernig hægt er að velja úr rafeindirnar sem koma þaðan og sleppa þeim sem koma úr kjarnorkuverum.

Hvers vegna þessi hugmynd um að selja raforku um sæstreng? Svarið við því er einfalt. Verðið sem fæst fyrir raforku á hinum endanum í Skotlandi er mjög hátt og búast má við að það fari jafnvel hækkandi. Sem vekur upp þá spurningu hver græðir á þessu. Jú, Landsvirkjun, sem við eigum, íslenska þjóðin. Það er reyndar farið að ræða um það samhliða þessu að selja Landsvirkjun til einkaaðila. Þar með ættu viðvörunarljós að fara að blikka hjá öllum sæmilega greindum Íslendingum.

Hver fjármagnar þetta ævintýri? Það er auðvitað ekkert mál að fá einfaldlega lán fyrir sæstrengnum og öllu hinu í erlendum fjármálastofnunum. Strengurinn yrði rekinn sérstaklega annað hvort í einkaeign eða með einhversskonar öðru formi. Landsvirkjun ætti virkjanirnar eins og venjan er. Tæki fyrir þeim lán og greiddi af þeim og myndi svo vonandi mala gull á þeim eftir nokkra áratugi.

 

En borgar þetta sig?

Stóru spurningunni sem ekki hefur verið svarað er hvort þetta sé þjóðhagslega hagkvæmt. Ráðgjafahópurinn leitaði til allskonar sérfræðinga til að svara öllum þeim spurningum sem upp komu. Þessari stóru spuringu var hins vegar ekki svarað enda er erfitt að svara henni, spurningunni um þjóðhagslega hagkvæmni.

Sala á raforku um sæstreng er eins og hráefnissala. Í stað þess að nota raforku sem búin er til hér á landi til að byggja um atvinnu hér á landi þá yrði hún seld til atvinnusköpunar í Englandi. Reyndar yrði líka best að hætta að selja álverum og öðrum orkufrekum iðnaði raforku. Við fengjum miklu betra verð fyrir að selja hana í Englandi. Allur orkufrekur iðnaður gæti lagst af og öll sú atvinna sem því fylgir.  Raforkuverð á Íslandi myndi hækka margfalt, það er alveg á hreinu. Sumir segja að það yrði að minnsta kosti fjórföld hækkun á raforkuverði.

Um þetta snýst málið, hvort við viljum nota raforkuna til atvinnuuppbyggingar hér á landi til að búa til verðmæti til útflutnings eða hvort við viljum selja raforkuna bara sem hráefni til Englands. Þetta hljómar reyndar eins og rökin um fiskinn og ESB.

 

Baldvin Björgvinsson, raffræðingur, stjórnarmaður í Dögun og fulltrúi Hreyfingarinnar í Ráðgjafahópi um sæstreng.

Áður birt á svipan.is 30. 12. 2013 


mbl.is Sæstrengur til Bretlands mjög arðsamur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ég að kaupa mér gasgrímu?

Margir Íslendingar velta því fyrir sér þessa dagana hvort þeir ættu að eiga gasgrímu til að takast á við brennisteinsdíoxíðmengunina sem kemur frá gosinu í Holuhrauni.

Það er alveg ljóst að engum er óhætt að fara nærri upptökum gossins án góðrar gasgrímu og mælitækis til að vara við þegar brennisteinsdíoxíðmengunin er orðin hættulega mikil.

En hvað eiga almennir borgarar að gera?

Því hefur enginn svarað og enginn segir neitt. Það hlýtur þó að vera hlutverk Almannavarna og á ábyrgð þeirra sem þar starfa að svara þeirri spurningu.

Miðað við þau atvik sem hafa komið upp þá er engan vegin hægt að treysta á Almannavarnir í þessu tilfelli. Íbúar á Reyðarfirði fengu þau skilaboð að mengunin væri orðin óþægilega mikil, þegar það var orðið of seint. Þeim var bara bent á að loka sig inni.

Fleiri dæmi.

Bruninn í dekkjahrúgu hringrásar í Sundahöfn. Ég man ekki betur en að íbúum þar sem reykinn lagði yfir hafi verið bent á að loka bara gluggunum. Það sama gerðist þegar stórbruni var í efnalaug í Skeifunni í sumar sem leið. Í efnalaugum, fatahreinsunum, er mikið af efnum sem enginn á að anda að sér við bruna. Og hvað var það þegar Landhelgisgæslan dró brennandi rússneskan dall inn í miðbæ Hafnarfjarðar, þannig að reykinn lagði beint yfir leikskóla og nágrenni og fólk flúði svæðið og svo var því logið blákalt að engin hætta hefði verið á ferðum. Það stemmir enganvegin við þær upplýsingar og viðvaranir sem ég hef fengið um þessi mál.

Þegar eðlilegast væri að benda fólki á að vera ekki þar sem reykinn leggur yfir. Fara bara í heímsókn til mömmu, ef hún býr í öðrum bæjarhluta, eða eitthvað álíka og vera ekkert að koma heim fyrr en reyk leggur ekki lengur yfir heimilið. Reykur frá bruna í nútímahúsnæði, hvað þá ruslahaug, er aldrei hollur og oft mjög eitraður.

Það er einhvern veiginn eins og það sé enginn ábyrgur fyrir því hjá Almannavörnum að vara fólk við loftmengun, eða að sá sem er í því starfi sé ekki starfi sínu vaxinn.

Móðuharðindi

Um þau segir á Wikipedia: "Aska og gosgufur ollu miklu mistri og móðu yfir Íslandi sem barst síðan yfir Evrópu, Asíu og Ameríku. Mikil mengun fylgdi móðunni sem olli eitrun í gróðri svo búpeningur féll unnvörpum á Íslandi sem aftur leiddi af sér hungursneyð meðal landsmanna."

Það er alveg ljóst að mengunin var mikil og hefur örugglega valdið Íslendingum töluverðum óþægindum.

Samkvæmt orðum vísindamanna eru töluverðar líkur á öflugra gosi í nánustu framtíð sem myndi valda meiri mengun en nú þegar hefur valdið mörgum Íslendingum óþægindum.

Og nú spyr ég ef það gýs áfram af svipuðu afli:

Hvað gerist í vetur þegar kólnar og vetrarstillur eru miklar, má þá búast við meiri mengun?

Hvaða áhrif hefur brennisteinsdíoxíðmengunin á fólk með öndunarfærajúkdóma?

Hvaða áhrif hefur brennisteinsdíoxíðmengunin á fólk sem býr nærri gosinu?

Hvaða áhrif hefur brennisteinsdíoxíðmengunin á fólk með öndunarfærasjúkdóma sem býr nærri gosinu?

Hvaða áhrif hefur brennisteinsdíoxíðmengunin á fólk sem býr lengra í burtu? 

Er skynsamlegt fyrir fólk sem er með öndunarfærasjúkdóma að verða sér út um gasgrímu?

Er skynsamleg varúðarráðstöfun fyrir þá sem búa nærri gosstöðvunum að verða sér út um gasgrímu?

Er skynsamleg varúðarráðstöfun fyrir þá sem búa fjær, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa að verða sér út um gasgrímu?

 

Hvaða áhrif hefur það ef eldsumbrotin sem eiga orsök sína í Bárðarbungu aukast?

 

Það er svo sem ekkert svo flókið, enda lítið mál að verða sér út um slíkt.

Gasgrímur með síum sem hreinsa út brennisteinsdíoxíð eða sulfur dioxide (So2) er hægt að kaupa hér á landi og líka einfalt að panta erlendis frá td. gegnum Amazon.

Íslenska ríkið gæti líka keypt góðan slatta af svona búnaði, svona eins og keyptur var drjúgur slatti af efnum til að takast á við flensu. Í slíkum magninnkaupum ætti að fást ansi gott verð.

 

Hvað sem gerist, eða ekki, þá mæli ég, persónulega, að minnsta kosti með því að fólk með öndunarfærasjúkdóma sem býr nærri gosstöðvunum íhugi það sem skynsamlega varúðarráðstöðun að verða sér út um grímu með síum sem hreinsa þessi efni frá gosinu til að geta forðast óþarfa óþægindi vegna brennisteinsdíoxíðs og jafnvel annarra gasefna.

Ef ég færi þarna uppeftir að taka myndir og skoða þá hefði ég amk. svona með mér.

 

Myndirnar af þessum hér fyrir neðan eru frá framleiðandanum 3M

(3M Multi Gas/Vapor Cartridge/Filter 60926)

 

halfgrima

 

heilgrima

 


mbl.is Mengunarspá vegna gossins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkfræðingar eiga að skoða raflestar af alvöru

Lest, raflest, milli Keflavíkur og Reykjavíkur er góð hugmynd. Ef einhver er tilbúinn til að framkvæma verkið í einkaframkvæmd sem borgar sig þá er bara að byrja á verkinu.

Hins vegar er það samvinnuverkefni fyrir verkfræðinga, tæknifræðinga og sambærilega aðila að vinna að raflestasamgöngum fyrir höfuðborgarsvæðið.

Fyrst þarf að koma upp raflestakerfi milli þeirra staða þar sem mestir fólksflutningar fara fram. Til dæmis frá Mjódd niður í Lækjargötu. Raflest þarf ekki að vera á teinum á jörðinni, hún getur verið hangandi á stálbita yfir jörð, ferðast um hljóðlaust svífandi á segulsviði og slíka lest er hægt að láta fara allt aðrar leiðir en venjulegar götur fyrir bíla. Mengunarlaust og hljóðlaust, til dæmis eftir Fossvogsdal og Elliðaárdal. Nútíma raflestar þurfa ekki að hafa lestarstjóra í hverri lest, þær eru sjálfvirkar og geta þar með verið margar og litlar þar sem stuttur tími líður milli lestarferða.

Þetta væri alltaf að mestu leiti hönnunarvinna fyrir íslenska verk- og tæknifræðinga það er því þeirra hagsmunamál að vinna að slíku verkefni saman og koma því á koppinn.

Hönnunarkostnaðurinn færi að mestu leiti í innlend laun, við værum ekki að tapa gjaldeyri á því. Það sem þyrfti að kaupa fyrir gjaldeyri væru lestarnar og stálið. Raforkan er síðan framleidd hér í raun nærri ókeypis fyrir þjóðarbúið.

Til lengri tíma litið er mjög líklegt að svona verkefni liti hálfvitalega út í upphafi, líkt og Elliðaárvirkjun gerði á sínum tíma, en sú virkjun er búin að borga sig upp mörgum sinnum síðan hún var tekin í gagnið.

Það eina sem þarf er hugrekki, að taka þá hugrökku ákvörðun að byrja. 


mbl.is „Hraðlest hið besta mál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiturefnahættur af bruna í nútímasamfélagi

Sem kennari sem hefur meðal annars það hlutverk að kenna rafiðnanemum hvernig þeir þurfa að bregðast við komi upp bruni þá verð ég að fá að segja íslensku þjóðinni nokkur atriði.

Bruni í húsnæði eða farartækjum sem byggð eru með nútímaefnum getur gefið frá sér baneitruð efni. Ekki anda að þér reyknum. Hann inniheldur mjög líklega það mikið af eiturefnum að þú andir aldrei að þér aftur. Það er ekkert sem mælir með því að nálgast svona stórbruna vegna sprengihættu og eitraðrar mengunar.

 

Þess vegna velti ég fyrir mér tvennu í dag.

1. Af hverju er ekki stærra svæði lokað af lögreglu og slökkviliði? Af hverju gefa Almannavarnir ekki út tilkynningu um að fólk eigi ekki að koma neinstaðar nærri þessum stórbruna. 

2. Hvers vegna er íbúum Reykjavíkur sem verða varir við að reykurinn berst til þeirra ekki bent á að loka gluggum og yfirgefa svæðið þar til ástandið er orðið öruggt?


mbl.is Tjónið hleypur á hundruðum milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitrað fyrir höfuðborgarbúum og fleirum

Brennisteinsvetni eða vetnissúlfíð (H2S), er litlaus eitruð gastegund. Gas þetta er þyngra en andrúmsloft og getur því lagst í dældir eða safnast fyrir. Þetta er gastegundin sem kemur frá Hellisheiðarvirkjun og berst til nálægra sveitarfélaga. 30 þúsund tonn á ári. Um það bil eitt tonn á hvern Kópavogsbúa á ári. Um það bil eitt tonn á hvern höfuðborgarbúa frá opnun Hellisheiðarvirkjunar. Rafvirkjar og rafeindavirkjar þekkja vandann sem þessu fylgir með bilunum í rafbúnaði. Læknar og lyfsalar þekkja einnig aukningu á öndunarfæravandamálum og söluaukningu á öndunarfæralyfjum eftir vindátt. Mælibúnaður hefur verið staðsettur í Lækjarbotnum undanfarna mánuði og hefur staðfest vandann.

Enginn vill bregðast við af ábyrgð
Ástandið er svo slæmt við Waldorfskólann í Lækjarbotnum að verið er að ræða það í alvöru að loka skólanum eða flytja hann annað. Vandamálið er hins vegar líka til staðar í íbúðabyggðum efst í Kópavogi. Reyndar á það við um allar efstu byggðir höfuðborgarsvæðisins og mengunin læðist reyndar lengra en það. Grunur er um bilanir í raftækjum á Landspítalanum við Hringbraut vegna þessa og hjá RUV í Efstaleitinu er vandamálið þekkt. Bæjarstjórinn og bæjarstjórn Kópavogs hafa ekki sýnt neinn vilja til að taka á málinu og krefjast tafarlausra úrbóta af Orkuveitu Reykjavíkur sem rekur jarðvarmavirkjunina á Hengilssvæðinu. Þvert á móti hefur bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson vísað frá sér allri ábyrgð á málinu.

Auðleyst mál en viljann vantar
Það er merkilega auðvelt að losna við mengunina frá virkjuninni með hreinsibúnaði. Sú leið var einfaldlega ekki farin heldur var ákveðið að spúa brennisteinsvetninu bara yfir nágrennið. Hreinsibúnaðinn sem vantar er einfaldlega hægt að kaupa og koma fyrir á útblæstri virkjunarinnar. En þess í stað er verið að gera tilraunir með niðurdælingu efnisins. Tilraunir sem enginn veit hvort munu virka og munu væntanlega taka mörg ár. Þangað til munu bæði raftæki og lífverur líða fyrir mengunina frá virkjuninni sem á að vera svo græn.

Tími kominn á aðgerðir
Það er kominn tími til að einhver standi með nágrönnum virkjunarinnar í þessu máli. Heilsa fjölda fólks er í húfi.


mbl.is Mengun verði betur vöktuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðir í ruglinu?

Sagt er að lífeyrissjóðirnir taki þátt í að fjármagna þessi kaup.

Ef svo er þá er minn eigin lífeyrissjóður að vinna þvert gegn mínum eigin hagsmunum með því að fjármagna kaupin og halda uppi óeðlilega háu fasteignaverði.

Hff. 


mbl.is Fjárfestar halda uppi íbúðaverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökstuðningurinn er einfaldur

Það er ekkert flókið að rökstyðja það að hver einast kennari á Íslandi, leikskóla-, grunnskóla-, framhaldsskóla-, og háskóla þarf um það bil 200 þúsund krónur ofan á sín laun til að geta uppfyllt lágmark neysluviðmiðs eins og Velferðarráðuneytið setur það fram.

Sjá hér: http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/32573

Það sama á auðvitað við um alla aðra launþega sem eru lægri í launum en nemur viðmiðinu.

Og- já, það er til skítnóg af peiningum í þessu landi. Það þarf bara að láta þá á rétta staði. 

 


mbl.is Gagnrýna kröfur framhaldsskólakennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband