8.9.2010 | 13:49
Tilgangur kaupanna
Hver hélt fólk að væri tilgangur OR með því að kaupa upp veitur hingað og þangað? Tilgangurinn er alltaf sá að einoka og hækka verðið til kaupandans.
Við skulum ekki gleyma því að það hefur lengi staðið til að koma OR í einkaeigu, sem hefur þó ekki enn tekist sem betur fer.
Allar veitur eiga að vera eign sérhvers sveitarfélags eða ríkisins, það er í almannaeigu til hagsbóta fyrir eigendurna sjálfa, almenning.
Allt annað er og verður bara rugl sem skilar engu öðru en auknum kostnaði fyrir notendurna.
Það kostar alltaf jafn mikið að reka veitu hver sem á hana, það eina sem bætist við ef hún er í einkaeigu er arðsemiskrafa eigandans og hann getur svo sem sett upp hvaða verð sem er.
![]() |
Vilja hitaveituna aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2010 | 07:39
Fyrirtæki sem standa vel
Það eru fjölmörg fyrirtæki sem standa betur en nokkru sinni áður. Þetta eru fyrirtæki sem eru með tekjur sínar í erlendum gjaldeyri en borga laun í íslenskum krónum.
Þarna má til dæmis telja álverin, útgerðarfyrirtæki og önnur sem eru í útflutningi. Það er auðvitað alveg nauðsinlegt að lagfæra laun starfsmanna þessara fyrirtækja til samræmis við gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni.
Það eru engin haldbær rök til annars. Hærri laun þessara starfsmanna myndu þýða meiri veltu í samfélaginu öllu.
![]() |
Hærri laun þar sem vel árar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2010 | 12:28
Elítan er byrjuð að verja spillinguna
Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir því á næstunni að endurskoða stjórnarskrá sína og líklega skrifa nýja frá grunni. En hvers vegna þurfum við stjórnarskrá og til hvers er hún? Þessar tvær spurningar eru grundvallaratriði sem þarf að svara áður en þeirri þriðju er svarað: Hvað á að vera í stjórnarskránni?
Hér er mín skoðun:
![]() |
Engin þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2010 | 08:15
Þvílíkur fyrirsláttur og della
![]() |
Kvartað yfir mótmælanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2010 | 10:33
Hvernig væri bara að hlúa betur að öðrum íþróttum?
Persónulega hef ég verulegar efasemdir um snjóframleiðlsu. Allir vita að það er verulegt vandamál með vatn í Bláfjöllum, það er ekki nóg vatn til að koma upp snjógerðargræjum.
Á sama tíma og óheyrilegum fjárhæðum er veitt til skíðasvæðisins í Bláfjöllum eru aðrar íþróttir hreinlega sveltar.
Þetta eru reyndar sumar íþróttir sem þurfa lítið sem ekkert til að blómstra. Ég tiltek sérstaklega sjó og vatnaíþróttir sem ekki þurfa völl, snjógerðarvél eða nokkurn skapaðan hlut annað en sæmilega aðstöðu í landi.
Siglingaíþróttin hefur til dæmis verið látin finna illilega fyrir því undanfarna áratugi. Ylströndin, eins góð og hún er, lokaði aðkomu Siglingafélags Reykjavíkur að sjó. Félagsheimilið var rifið til að rýma fyrir Tónlistarhöll og nú er rætt um að rífa aðstöðuna við Nauthólsvík. Öll loforð um að bæta Siglingafélagi Reykjavíkur aðstöðumissi hafa verið svikin, aftur og aftur.
Hvernig væri bara að hlúa að íþróttum sem hægt er að stunda á íslandi? Kajakklúbburinn hefur óskað eftir aðstöðu við Geldinganes en fengið lítil svör og engin loforð. Það sama gildir um Siglingafélag Reykjavíkur, engin svör fást um varanlega aðstöðu.
Það eru fleiri íþróttir í svipuðum málum og siglingaíþróttirnar, hvernig væri bara að byrja á að hlúa að þeim og geyma snjógerðarbullið?
![]() |
Pólitískur áhugi á snjóframleiðslu fyrir sunnan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2010 | 16:20
Og ég sem var hættur að blogga á mbl
Nú get ég bara ekki annað en grátið af hlátri.
Árni Johnsen að vanda um fyrir mönnum um muninn á réttu og röngu...
![]() |
Enn ekki búið að spúla dekkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2010 | 10:42
Skjaldborg
Það liggur einhvern vegin alveg ljóst fyrir að þessi hóll verður aldrei kallaður annað en Skjaldborg.
Skjaldborgin sem búið var að lofa og beðið var eftir en aldrei birtist en varð þó til með guðs hjálp sem spúði henni þá bara upp úr jörðinni.
![]() |
Fimmvörðufjall? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.3.2010 | 12:23
En núna? Má frysta eignir núna?
![]() |
Hundraða milljarða skattsvik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2010 | 14:00
Þetta er ánægjuleg frétt
Sem skútusiglari verð ég að hrósa því framtaki að hafnaraðstaða fyrir skemmtibáta verði bætt verulega í Flatey á Breiðafirði.
Við þetta má þó bæta að með því að gera grjótgarð milli Hafnareyjar og Flateyjar þá mundi myndast þar stórgott bátalægi að auki.
Fáir eða engir staðir eru skemmtilegri að heimsækja en Flatey og reyndar er endalaust hægt að flakka um Breiðafjörðinn á bátum.
![]() |
Fornir kálgarðar í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2009 | 13:04
4 milljónir fyrir Steinunni
Þingmaður sem þáði 4 miljónir frá Baugi er talin vera sá fulltrúi sem er verðugastur til að gæta skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Steinunni er svo umhugað um skýrsluna að hún hafnar fulltrúum frá Evu Joly til að sitja fundi með nefndinni.
![]() |
Fjölluðu um rannsóknarskýrslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 14349
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar