Ótrúlega fyndið

Þetta er nú bara alveg ótrúlega fyndið, þar sem það er varla til bútur af fjöru í Fossvogi eða Kópavogi sem er óbreytt. Það er þá helst litla nesið við siglingaklúbbinn. En þetta er kannski spor í rétta átt... bæjarstjórnir undanfarinna ára hafa næstum náð að fylla upp í Fossvoginn yfir til Reykjavíkur og kominn tími til að hugsa sig aðeins um.
mbl.is Friða Skerjafjörð innan Kópavogs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kunna ekki að fara með peninga

Það er alveg ljóst af þessum upplýsingum hvaða stjórnmálaöfl kunna að fara með peninga og hverjir ekki.

Borgarahreyfingin og Hreyfingin eru greinilega alveg sér á báti og kunna með fé að fara.

VG skila reyndar smá afgangi líka, af 124 milljónum, en það er eitthvað að bókhaldinu hjá þeim.

Framsókn virðist ekki enn vera búin að skila bókhaldinu.

Allir hinir eyða um efni fram.

Ekki skrítið að það gangi illa að stjórna fjármálum landsins, þegar flokkarnir ráða ekki einu sinni við sitt eigið einfalda litla bókhald.


mbl.is Misjöfn afkoma stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahá, einmitt

Í fyrsta lagi: Það er enginn að biðja Sigmund Davíð um að koma nálægt stjórnlagaþinginu eða setja tíma sinn í það.

Í öðru lagi: Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þarf einmitt að taka verulega til í stjórnsýslunni, það er gert í gegnum stjórnarskrána.

Í þriðja lagi: Það er þjóðin  sjálf sem segir til um stjórnlagaþingið og hvort alþingismenn eiga að sitja eða standa. Eða með öðrum orðum, þingmönnum kemur þetta ekkert við.


mbl.is Stjórnlagaþingið getur beðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef við samþykkjum að borga þetta hvað verðum við þá látin borga næst?

Þetta er nú ein af grundvallarspurningunum í þessu máli. Einkaskuldir einkarekins einkafyrirtækis einkafyrirtækisins eiga allt í einu að vera skuldir almennings.

 Ef við samþykkjum að borga þessa vitleysu, sem okkur ber engin lagaleg skylda til, hvað verðum við þá látin borga næst?


mbl.is Icesave-samningarnir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningur um ekki neitt

Þá er það ljóst að það á að afskrifa það sem þarf að afskrifa hvort sem er. Samkomulagið er um nákvæmlega ekki neitt.


mbl.is Rætt um verulegar afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

6 milljarðar í bankana úr ríkissjóði

Það eina sem þessi hugmynd skilar er að setja enn meiri peninga úr opinberum sjóðum í hendur bankanna.
mbl.is Hugmyndir um að hækka vaxtabætur um sex milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningaleiðbeiningar fyrir stjórnlagaþing 2010 - 2011

Hér eru leiðbeiningar fyrir kjósendur fyrir stjórnlagaþingið 27. nóvember 2010. Þessar leiðbeiningar eru sérstaklega skrifaðar fyrir mína meðmælendur en eru reyndar eins fyrir alla kjósendur.

Notaðu kynningarseðilinn sem landskjörstjórn hefur nú sent þér, eða bara eitthvert blað og búðu listann þinn til heima í rólegheitum, mörgum dögum fyrir kjördag. Þú mátt hafa miðann með þér á kjörstað.

Í 1. val setur þú númerið mitt [5185].
Í 2. val setur þú númer þess frambjóðanda sem þú hefur kynnt þér og vilt næst helst á stjórnlagaþingið. Síðan raðar þú koll af kolli.

MESTU MÁLI SKIPTIR HVAÐA FRAMBJÓÐENDUR ERU EFSTIR Á SEÐLINUM OG RÖÐIN SKIPTIR MÁLI

Þú kýst í raun bara einn frambjóðanda en það verða gerðar 25 tilraunir til að nýta seðilinn þinn í þeirri röð sem þú raðar.

Líklegast er að atkvæðið þitt nýtist þeim sem efstir eru, þess vegna velur þú þá frambjóðendur vel og vandlega, aðallega þá fimm fyrstu. 
Hina 20 sem á eftir koma þarf ekki að leggja eins mikla vinnu í að velja því það er miklu ólíklegra að atkvæðið falli þeim í skaut. Ég mæli samt ekki með að þú veljir bara eitthvert fólk. Þó þú megir kjósa bara einn, ef þú vilt, þá er mælt með því að setja númer að minnsta kosti fimm frambjóðenda á seðilinn. Ef þú ætlar að vera næstum alveg viss um að kjörseðillinn þinn nýtist þá setur þú númer 25  frambjóðenda í allar línurnar 25.

Ég veit að þetta er ekki fullkomin útlistun á hvernig kerfið virkar, það væri of flókið að reyna slíkt. En áhugasamir geta leitað á netinu að „Single Transferable Vote“ til að kynna sér STV kerfið betur.

Tilgangur minn með þessum leiðbeiningum er að reyna að aðstoða kjósendur við að fullnýta atkvæði sitt.

Baldvin Björgvinsson, frambjóðandi númer 5185 til stjórnlagaþings.


Upplýsingar um Baldvin Björgvinsson vegna framboðs til stjórnlagaþings.

Ég, Baldvin Björgvinsson, frambjóðandi númer 5185, til stjórnlagaþings heiti því að hlíta niðurstöðum þjóðfundar og gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma niðurstöðum þjóðfundarins í hina nýju íslensku stjórnarskrá.

baldvin_bjorgvinsson.jpg

 

Nánari upplýsingar um mig eru hér: http://www.svipan.is/?p=13748


3/4 heimila í landinu gerð eignalaus

Síðast þegar ég vissi þá voru um það bil 100 þúsund heimili í landinu.

Ef 73 þúsund heimili verða gerð eignalaus þá er bara einn fjórði eftir.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa bent á það lengi að helmingur heimla landsins væri í raun gjaldþrota, það er að segja ætti ekki eignir móti skuldum.

Hvað þarf til að stjórnvöld opni augun og horfi á vandann eins og hann er og losi heimilin úr því skuldafangelsi sem hrunið hefur komið þeim í.


mbl.is Verða 73 þúsund heimili eignalaus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 14349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband