23.10.2009 | 09:27
Innheimta ólögleg lán
Það hafa margir löglærðir menn sem mark er á takandi bent á að lánin séu ólögleg.
Það hefur enginn sem mark er á takandi mótmælt því.
Það skyldi þó ekki vera vegna þess að sannleikurinn er sá að lánin eru ólögleg!
Það er í raun ekkert annað að gera, en að hætta að taka þátt í glæpnum, og hætta að borga.
![]() |
Vilja lögbann á innheimtu gengislána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2009 | 09:24
Ég þakka fyrir mig og er farinn.
Því miður sé ég mér ekki fært af siðferðislegum ástæðum að halda áfram að blogga á mbl.is
Ég mun birtast á öðrum vettvangi fljótlega.
Þakkir fyrir samskiptin og innlitin.
Góðar stundir.
Baldvin Björgvinsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2009 | 13:56
Þess vegna versla ég við Atlantsolíu
1. Ég versla ekki við þjófa. Þess vegna kaupi ég aðeins eldsneyti af Atlantsolíu. Ég hef ekki og mun ekki fyrirgefa hinum olíufélögunum það samráð sem þau höfðu um verðlagningu.
2. Atlantsolía er alltaf með lægsta verðið. Með dælulyklinum lækkar það enn meir og með því að vera félagi í FÍB lækkar verðið meira en nokkurt annað félag hefur boðið mér.
3. Atlantsolía hefur alla tíð frá því að fyrirtækið kom inn á markaðinn sýnt það í verki að taka þátt í virkri samkeppni og eru oft fyrstir til að lækka verð meðan aðrir bíða.
Atlantsolía hefur með öðrum orðum sýnt heiðarlega viðskiptahætti og samkeppni í verki.
![]() |
Atlantsolía lækkar eldsneytisverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2009 | 09:23
Ég vil vita meira
![]() |
Japanar skoða sjávarfallavirkjun á Vestfjörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2009 | 09:23
Gjaldborg um heimilin
Það má sannarlega segja að ríkisstjórn Jóhönnu hafi brugðið upp GJALDBORG um heimilin.
Skjaldborgin er hins vegar um útrásarhálfvitana og allt það þjófapakk.
Það er kominn tími til að fást við almennar skuldir fólks í landinu eins og það hafi orðið hér hamfarir og takast þurfi á við þær sem slíkar.
Stór hluti heimila í landinu þolir ekki meira, á rétt fyrir þjófnaði bankanna um hver mánaðarmót.
Sparnaðurinn er farinn, brunninn upp í fasteignakaupum eða afborgunum varglána.
Skuldarar þurfa sjálfir að lögsækja bankana, sem voru einkafyrirtæki, vegna ólöglegra vaxta.
Til hvers er löggæslan í þessu landi?
Hverjir takast á við skuldavanda heimilanna, eru það þeir sem þjóðin kaus til þess í vor? Stéttarfélög launafólks? ASÍ? Nei.
Það eru sjálfboðaliðasamtökin Hagsmunasamtök heimilanna.
Svei þeim vesalingum sem voru valdir til að bjarga málunum og þeim sem eru á launum hjá launþegum þessa lands við að gæta hagsmuna þeirra.
Sjálfur geri ég fastlega ráð fyrir að það komi ekkert annað frá ríkisstjórninni í þetta skiptið en enn ein lengingin í hengingarólinni.
![]() |
Styttist í greiðsluúrræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2009 | 08:30
Á sama tíma og skorið er niður um 7 í heilbrigðiskerfinu
Það er nú alveg ljóst hvar ég vildi sjá skorið niður í ríkisútgjöldum. Einn og hálfur milljarður sem fer að miklu leiti í gjaldeyri
Það er verið að skera niður um sjö milljarða í heilbrigðiskerfinu, en þar viljum við alls ekki skera niður og þaðan af síður í menntakerfinu.
Það er alveg ljóst að sendiráðið í Japan verður að rökstyðja mál sitt mjög vel ef það á ekki hreinlega að leggja það niður. Það sama á við um önnur sendiráð.
![]() |
Sendiráð upp á 1,5 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2009 | 03:25
Það sem er raunverulega að gerast á Íslandi
Það er löngu kominn tími til að segja IMF og öllu hinu liðinu að troða þessu dollaradrasli þangað sem sólin skín mjög sjaldan.
IMF er ekki Rauði krossinn.
IMF er engöngu til að ljúka við að leggja Ísland í rúst til að komast yfir auðlindir þjóðarinnar, olíuna, orkuna og hreina vatnið ásamt einni stærstu matarkistu heimsins.
IMF hefur aldrei hjálpað neinni þjóð, IMF hjálpar bara heimsvaldastefnu fjármagnseignda í USA og ekkert annað.
![]() |
Átti fund með Strauss-Kahn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2009 | 10:43
9/10 íslendinga tilbúnir í aðgerðir
Þetta er undarlega aulaleg fyrirsögn hjá fréttaritara.
Um það bil helmingur heimila í landinu stefnir í gjaldþrot.
Um það bil ein fjölskylda af hverjum þrem verður gjaldþrota innan örfárra mánaða.
30% eru tilbúnir í átökin það gerir um það bil 30 þúsund fjölskyldur eða ca. 60 - 100 þúsund manns.
Þessi hópur sem er tilbúinn að berjast fyrir réttindum sínum með verkföllum og greiðsluverkföllum ef með þarf fer ekki minnkandi.
Það er alveg sama hvaða hræðsluáróðri og rangfærslum er haldið fram. Leiðrétting á skuldum mun fara fram með góðu eða illu.
Tími þvættingsins er liðinn.
![]() |
Innan við þriðjungur tilbúinn í greiðsluverkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2009 | 09:22
Eitt stórt fangelsi
![]() |
Allsherjarnefnd ræðir fangelsismál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2009 | 06:56
Kynlíf og fjármál
Það mun vera staðreynd að íslendingar skammast sín meira fyirr að tala um fjármál sín en kynlíf.
Þekkið þið einhvern sem talar opinskátt um fjármál sín?
Þekkið þið ekki fleiri sem eru til í að ræða kynlífið, jafnvel sitt eigið?
Þarf ekki fyrst og fremst hispurslausa umræðu um fjármál heimilanna?
![]() |
Ná ekki endum saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar