21.9.2009 | 15:40
Hver borgar Icesave? Essasú?
Hvernig væri að IMF og nýlenduliðið tækju þennan þrælasamning og træðu honum einhversstaðar þar sem sólin skín mjög sjaldan.
Pesónulega hef ég engan áhuga á að borga skuldir bjögganna og hinna útúrspíttuðu einkasnekkju-djammaranna og leyfa þeim að sitja uppi með hagnaðinn.
Ég hef sagt það áður og segi það enn að þeir sem vilja endilega borga skuldir eigenda Landsbankans en gefa þeim hagnaðinn, ERU HÁLFVITAR!
![]() |
Hollendingar bjartsýnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.9.2009 | 10:14
Engin ríkisstofnun vildi sjá sannleikann
Jón Jósef hafði gagnagrunninn tilbúinn árið 2007.
Hann bauð mörgum stofnunum innan stjórnsýslunnar grunninn til ÓKEYPIS AFNOTA árið 2007 - 2008.
ENGIN STOFNUN INNAN STJÓRNSÝSLUNNAR HAFÐI ÁHUGA Á GRUNNINUM
Ekki fjármálaeftirlitið, seðlabankinn, lögreglan, skatturinn eða nokkur einasti aðili.
Nú hefur verið reynt að koma í veg fyrir að síðustu gögnin verði færð inn í grunninn.
Hvað segir þetta okkur?
Sem betur fer tókst ekki að fá Persónuvernd með í að hylma yfir spillingaróþverrann.
![]() |
Ríkisskattstjóri biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2009 | 10:03
Frábærar frumlegar hugmyndir
Það má með sanni segja að ef mann vantar frumlega hugmynd þá er best að leita til barnanna sem sjá hlutina í réttu ljósi. Þau sjá hlutina gjarnan þannig að það er ekki búið að fastmóta hug þeirra hvernig þau eiga að hugsa.
Uppfinningarmenn á ungum aldri eru örugg uppspretta frumlegra hugmynda sem aldrei kæmu fram í kolli þeirra sem eldri eru.
Það má sjá af nöfnum uppfinninganna, þótt nánari lýsingar eða myndir vanti, að ýmislegt frumlegt hefur komið fram sem sumt á sér leið inn í framtíðina sem sjálfsagðir hlutir í daglega lífinu.
![]() |
Útvarpssírena, ljósnet og mjólkurtankur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 18:04
Ég átti góðan dag í dag
Rétt fyrir hádegið fór ég í banka-fyrirbærið sem ég veit ekki lengur hvað heitir. KB-þing, kúlubanki eða eitthvað. Hann hefur skipt svo oft um nafn og kennitölu að ég bara hef ekki hugmynd um við hvern ég er að eiga viðskipti. Afar sérkennileg staða, eins og glæpamenn að fela slóð sína.
Búnaðarbankinn hét hann þegar viðskipti mín hófust.
Öll viðskipti mín flyt ég til annars bankans af tveim á Íslandi sem treystandi er fyrir peningum Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík. Allir hinir geta farið á hausinn aftur fljótlega og óvíst er að það takist að tryggja innistæður aftur.
Eftir hádegi fór ég og tók þátt í að stofna nýja stjórnmálahreyfingu. Þar var tíma mínum vel varið.
En var samt líka að vinna í dag, enda veitir ekki af.
![]() |
Hreyfingin verður til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2009 | 02:57
Ég verð með
Ég mun ekki borga einn einasta reikning fyrr en 15. október. Ég mun fara í bankann þann 1. október og taka alla mína peninga út í seðlum. Þann 15. mun ég labba inn í bankann og borga það sem samviska mín segir mér að rétt sé að borga. Sennilega mun það verða 28 þúsund króna innborgun á lánið mitt en ekki 66 þúsund eins og Lýsing vill fá. Restina geta þeir sótt með lögsókn.
Ég mun síðan klára að flytja viðskipti mín til SPARISJÓÐS STRANDAMANNA sem er annar af tveim bönkum í landinu sem treystandi er fyrir peningum. Hinn er Sparisjóður Suður Húnvetninga.
Allir aðrir bankar í landinu gætu farið á hausinn aftur fljótlega og það er ekki víst að það verði hægt að bæta innistæðueigendum tapið aftur með peningum úr ríkissjóði, peningum sem eru ekki til.
![]() |
Óraunsæi að hundsa verkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2009 | 11:00
VAKNIÐ ÍSLENDINGAR VAKNIÐ
Íslenskur almenningur verður bara að fara að átta sig á hvað hér er raunverulega í gangi.
Það er verið að rýja íslendinga inn að beini.
Þær tillögur sem ríkisstjórnin kom fram með í gær eru þær sömu og vanalega. Að redda þeim sem hvort sem er hefðu farið í gjaldþrot.
Þetta heitir á góðri íslensku að lengja í hengingarólinni.
ÞAÐ STENDUR EKKI TIL AÐ GERA NOKKURN SKAPAÐAN HLUT FYRIR YKKUR.
ÞAÐ HEFUR ALDREI STAÐIÐ TIL OG ÞAÐ MUN ALDREI STANDA TIL.
Hagsmunasamtök Heimilanna verða með fund í Iðnó á Fimmtudagskvöldið 17. sem er á morgun.
Við krefjumst þess að Ríkisútvarpið útvarp allra landsmanna sýni eða amk. útvarpi beint frá þeim fundi.
Þið sem eruð ósátt við hvernig fyrir lánum ykkar er komið:
MÆTIÐ Á STAÐINN! Það eru 30.000 fjölskyldur tæknilega gjaldþrota (skulda meira en þær eiga). Mætið og látið sjá ykkkur, fyllið allar götur kringum Iðnó, fyllið Austurvöll, stöndum saman.
ÞETTA ER EKKI OKKUR LÁNTAKENDUM AÐ KENNA.
EN VIÐ GETUM VARIST OG ÞAÐ SKULUM VIÐ GERA.
![]() |
Segja heimilin ekki geta meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.9.2009 | 14:05
Húsnæðisvandi heimilanna er verðugra verkefni
Ekki ætla ég að gera lítið úr húsnæðisvanda fangelsanna en ég hins vegar veit, að húsnæðisvandi heiðarlega fólksins í samfélaginu er miklu stærra vandamál.
Vandamálið er einmitt að óheiðarlegir glæpamenn eru að hafa heimilin af heiðarlega fólkinu í landinu.
Vigdís Hauksdóttir ætti að fara að koma sér niður úr fílabeinsturninum og átta sig á hvar raunverulegu vandamálin eru sem raunverulega eiga skilið upphrópunina: "Það verður að leysa þetta núna!"
Það verður að leysa vanda heimilanna núna!
![]() |
Það verður að leysa þetta núna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2009 | 13:57
Hungri?

![]() |
Dauður hnúfubakur í Thamesá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.9.2009 | 07:40
Lýðræðið hefur talað
Lýðræði hefur verið sagt versta leiðin til að stjórna, ef ekki kæmu til allar hinar aðferðirnar.
Nú hefur Borgaraflokkurinn orðið til úr brunarústum Borgarahreyfingarinnar. Það hefði átt að fylgja rétt nafn með flokknum.
Það var hjákátleg upplifun að sitja í hálftómum sal þar sem fólkið sem smalað hafði verið til að kjósa tillögu A var farið.
Stuðningsmenn tillögu B smöluðu ekki á fundinn og voru enn á staðnum eftir kosningu um framtíð hreyfingarinnar. Enda varð tillaga B auðveldlega undir, þannig virkar nú þetta lýðræði. Já ég taldi hversu marga vantaði eftir þessa kosningu þannig að tilgangslaust er að reyna að þræta fyrir það.
Hófst þá súrrealískt framhald af rugli. Stuðningsmenn tillögu A, sem nýbúið var að samþykkja, byrjuðu að moka inn bílförmum af breytingatillögum við sína eigin tillögu, sem þau voru nýbúin að fá kosna. Taka skal fram að ein rakanna fyrir tillögu A var að þær væru vel unnar eftir langa yfirlegu og marga fundi í sumar.
Þarna gat ég ekki meir, ruglið reið ekki við einteyming, ég yfirgaf fundinn með mikinn létti í hjarta. Sjaldan er ein báran stök og sagan segir að framhaldið hafi verið einmitt á þann hátt að ruglumbullið hélt áfram vel fram eftir degi.
Síðar kom að kosningum til stjórnar og vil ég taka eftirfarandi fram.
1. Einstaklingur sem ekki getur haldið trúnaðarupplýsingum fyrir sig en finnst réttast að birta slíkt opinberlega á ekkert erindi í samstarf með öðru fólki þar sem traust, trúnaður og samvinna þarf að ríkja.
2. Einstaklingur sem hefur opinberlega, jafnvel hvað eftir annað, vísvitandi eða óafvitandi, skaðað hreyfinguna með yfirlýsingum til fjölmiðla og á öðrum opinberum vettvangi er ekki trúverðugur frambjóðandi til að vinna að framgangi hreyfingarinnar.
3. Einstaklingur sem hefur sagt sig úr stjórn og úthúðað þeim sem eftir sitja á opinberum vettvangi eru ekki líklegir til að geta átt eðlilegt samstarf við aðra.
Í hópi þeirra sem buðu sig fram til stjórnar eru mætir einstaklingar en í þeim hópi eru einnig aðilar sem einhver þessara lýsinga á við um og ættu ekki að koma fram opinberlega sem andlit flokksins út á við. Ég kæri mig að minnsta kosti ekki um að slíkir einstaklingar tali mínu máli. Ég persónulega hef fengið nóg af því að vera þátttakandi i stjórnmálaafli sem ég skammast mín fyrir að vera hluti af.
Um Flokkinn: Það hefur staðið þannig frá upphafi að þeir sem komu að stofnun BH höfðu amk. tvær skoðanir: 1. Að stofna flokk og sækja fram á öllum vígstöðvum ma. í sveitarstjórnum. 2. Að stofna hreyfingu, gera áhlaup á kerfið og leggja sig svo niður þegar markmiðinu er náð.
Þingmenn og aðrir frambjóðendur lofuðu að beita aðferð nr. 2. Skytturnar þrjár ætla að standa við sitt loforð og væntanlega Þráinn líka einn á sínum báti.
Nú hefur Borgarahreyfingunni hins vegar verið breytt í Borgaraflokk sem ætlar meðal annars að sækja fram í næstu sveitarstjórnarkosningar og það er ekkert við það að athuga. Ég reikna hins vegar með að skytturnar þrjár á þinginu standi við sín loforð sem farið var fram með í upphafi og þau lofuðu 13.519 kjósendum að fylgja.
Það er lokað fyrir athugasemdir við þessa færslu.
Góðar stundir.
![]() |
Valgeir fékk flest atkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2009 | 04:05
Þarf ekki að rökstyðja
Það er alveg nóg að lesa innihaldslýsingar kjöts og kjötvara í verslunum til að rökstyðja málið.
Vatni og væntanlega þá vatnsbindandi efnum er sprautað í kjöt til að þyngja það. Þetta vita allir og þarf ekki að rökstyðja.
Ýmis "kjötálegg" innihalda allskonar ódýrari efni, kartöflumjöl og þess háttar, það stendur á pakkningunni.
Kjötvinnsla nokkur bauð Kjöthöllinni að kaupa gömlu kjöt-vatns-sprautuvélina sína nýverið því þeir voru að fá sér nýja.
Vatninu er sprautað inn í kjötið með nálum, fyrir þá sem ekki vita og má oft sjá nálaförin á kjötinu.
Í Kjöthöllinni var svarið: Nei takk! við notum ekki svoleiðis.
![]() |
Fagnar umfjöllun um meðhöndlun nautakjöts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar