13.7.2009 | 09:41
Furðulegt kerfi
Þegar farið var að selja litaða dieselolíu fyrir nokkrum árum þá var ég strax hissa á því hversu lítið eftirlit var með misnotkun.
Helst heyrir maður af því að bílar utan þéttbýlis aki meira og minna á litaðri olíu.
Eftirlitið er þó ekkert erfitt að framkvæma og lítið mál að hafa sektirnar þannig að menn hugsi sig tvisvar um.
En svona regluverk sem byggir á plastkortum, umsóknum og pappírum er eitthvað sem ég vil frábiðja mér. Ég hef stundum verið að kaupa litaða olíu í tugum lítra, -á skútuna mína.
Núna er skútan mín á ferð um vestfirði og þarf að kaupa þar dálitla litaða dieselolíu öðru hverju, munum við þurfa sérstakt leyfi til þess? Nóg er nú um allskonar helvítis umsóknir og leyfi pappírsvinnu og allskonar óþarfa þó það bætist ekki við enn eitt leyfið sem þarf að sækja um.
Hvernig væri að þeir sem eiga að hafa eftirlit með þessu lyfti rassinum af stólnum í vinnunni og fari út úr húsi til að vinna vinnuna sína og láti okkur heiðarlega borgara í friði.
![]() |
Milljónasvindl með litaða olíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2009 | 13:01
Bílar eru hættulegri en skotvopn
Það er ljóst að bifreiðar hafa þróast meira og meira í þá átt með árunum að vera öruggari fyrir þá sem í þeim sitja en eru enn jafn hættulegar fyrir þá sem þær lenda á.
Það er full ástæða til að leggja meiri áherslu á þá ábyrgð sem hvílir á þeim sem aka bifreiðum og öðrum ökutækjum.
Það þarf minni áhyggur að hafa af ökumanni sem er einn á ferð á fáförnum vegi úti á landi, mestar líkur eru á að hann skaði sjálfan sig ef hann ekur óvarlega. Meiri ástæða er til að gera allt sem hægt er til að ná niður hraða á þéttbýlum svæðum, borgum og bæjum þar sem líkurnar á að skaða aðra eru mun meiri en að skaða sjálfan sig.
Ef viðhorfið til bifreiða væri hið sama og gagnvart hverjum öðrum hlut, þá væri meira um ákærur vegna árásar með banvænu eða hættulegu vopni.
Ef ég labba um hverfið með haglarann minn þá verður fljótlega búið að umkringja mig af sérsveit og vopnið verður gert upptækt.
Ef ég ek eins og vitleysingur um hverfið þá verð ég í mesta lagi sektaður ef það næst til mín.
Þó var ég í raun hættulaus labbandi um með haglarann, óhlaðinn án þess að ætla að nota hann yfirleitt.
Það sem ég vil segja er að umburðarlyndi gagnvart hættulegum ökumönnum er of mikið.
Það á hreinlega að gera ökutæki sem notuð eru við glæfraakstur upptæk á staðnum og láta viðkomandi hafa fyrir því að fá ökutækið til baka gegnum dómskerfið...
Á Íslandi er mjög mikið af skotvopnum, miðað við höfðatölu, en slys af þeirra völdum eru mjög fátíð. Hið sama er ekki hægt að segja um farartæki. En viðhorfið til þess hversu hættulegir þessir hlutir eru er líka mjög ólíkt.
![]() |
Börn með drápstæki á milli handanna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2009 | 09:48
Velkomnir í hópinn Sjálfstæðismenn
Við sem höfum barist gegn því að börnin okkar verði gerð að greiðendum skulda Landsbankans sáluga eða réttara sagt eigenda þess einkafyrirtækis, bjóðum ykkur velkomna í hópinn.
Jafnvel þeir sem eru sjálfir persónulega ábyrgir fyrir því að hafa búið til lagarammann og fylgst með þessum sama banka með blinda auganu, við bjóðum þá líka velkomna í hópinn.
Það eru allir velkomnir í hópinn sem er á móti Ice Slave skuldbindingunum, það veitir ekki af.
Hins vegar, ef Davíð vill raunverulega að meirihluti þingmanna samþykki ekki ríkisábyrgðina þá ætti hann frekar að þegja.
Það er kannski einmitt það sem hann vill: Þjappa vinstri mönnum saman um það að samþykkja mistökin Icesave. Slíkt mun nefnilega koma vinstri mönnum illa mjög fljótlega og valda gífurlegu fylgistapi vinstri flokkanna.
![]() |
Ekki setja þjóðina á hausinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2009 | 08:20
Hvenær hefst rannsóknin?
Ég veit fullvel að það er rannsókn í gangi. En ég veit líka að miðað við umfangið þá er hún í mýflugumynd.
Ég veit líka að ýmsir stjórnmálamenn tengjast þessu öllu saman sterkum böndum og sumir gætu hreinlega verið sekir.
Ég beit líka að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að koma sínu fólki fyrir í öllu dómskerfi landsins, það verður því lítið rannsakað og engir dæmdir úr þeirra hópi.
Ég hef lengi verið viss um að þetta er verkefni fyrir Interpol og Europol að rannsaka.
Ég er líka á því að Evrópusambandið verður að taka sína ábyrgð á því að svona langt skuli hafa verið hægt að ganga í þess vanhugsaða regluverki.
Vissulega stóð íslenska fjármálaeftirlitið sig engan vegin í starfi, ekki seðlabankinn, ekki pólítikusarnir, enginn hér á landi.
Erlendir aðilar stóðu sig ekkert heldur, nema kannski þeir fjölmiðlar erlendir, sem báru brigður á íslenska bankakerfið.
![]() |
Bankahrunið stærra en Enron |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2009 | 09:13
Takk fyrir
Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar: Takk fyrir DV.
DV er eini fjölmiðillinn á Íslandi sem þorir.
![]() |
Birta upplýsingar úr lánabók Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2009 | 08:07
Allir eiga að víkja
Hafi þessir aðilar eitthvað pólítískt vit þá átta þeir sig á því að þeir eiga að víkja.
Það er alveg á hreinu að hver einasti stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna kópavogs á að hafa vit á því að segja af sér þar til rannsókn málsins er lokið.
Það liggja allir undir grun. Sumir um hrein lögbrot, aðrir liggja undir grun um að hafa ekki staðið sig í starfi. Hvort sem menn reynast bara sekir um að hafa verið plataðir eða reynast sekir um að hafa brotið lög þá eiga þeir að hafa vit á því að víkja þar til rannsókn lýkur.
Eðlilegast er að kjósa sjóðnum nýja stjórn.
![]() |
Engir fundir til að ræða stöðu bæjarfulltrúans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2009 | 08:00
Samt slæmt og rangt
Það má vel vera að Íceslave samningurinn sé ekki það versta sem framundan sé.
Það gerir samt ekki samninginn góðan. Hann er enn siðferðislega rangur og ótækur til samþykktar.
Það að þessi samningur sé ekki það versta sem framundan sé eru bara enn ein rökni fyrir því að setja þak á greiðslurnar.
![]() |
Icesave-skuldbindingarnar ekki hættulegastar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009 | 09:18
Þjófnaður
Það er ekkert réttæti í framsali kvótakerfisins eins og allir vita.
Þeir sem keyptu kvóta voru að kaupa þýfi og eiga í raun endurkröfu á seljendurna sem aldrei höfðu leyfi til að selja kvótann sem þjóðin á en ekki þeir.
Í stað þess að skammast í þeim sem stjórna í dag, er rétt að skammast í þeim sem komu kerfinu á, héldu því við og heimiluðu vitleysuna.
![]() |
Hvar er réttlætið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 07:33
Gjaldeyrissvartholið
Það er nú einmitt það sem þarf á að halda þessa dagana. Flytja kínverja inn til landsins til að vinna.
Þessi helvítis höll er ekkert annað en svarthol fyrir gjaldeyri.
Meðan íslendingar mæla göturnar, atvinnulausir og eru að missa ofanaf sér húsnæðið og fyrirtækin eru að fara til andskotans þá er til nægur gjaldeyrir til að senda til kína og já endilega að flytja þá hingað líka.
Niðurskurðurinn í heilbriðgiðs og menntakerfinu er slíkur að fólk er örvinglað. Ríkisstjórnin sker niður bótagreiðslur og hækkar skatta með slíku miskunnarleysi að fólk hringir grátandi til lífeyrissjóða og tryggingastofnunar enda nær það ekki endum saman til að lifa.
Á sama tíma er enginn skortur á fé í þetta bákn, táknmynd íslendinga um rugl, firru og hálfvitaskap í fjármálum.
![]() |
Uppsetning á glerhjúpnum hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 17:31
Helvítis hiti
Ef ókristilegur orðaflaumur blót og bölv og ragn fer að heyrast upp úr holunni þá er rétt að fara ekki lengra...
![]() |
Borað niður á bráðið berg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar