Eftirlit með valdbeitingu

Ég er nú að verða hálf hissa á fréttum af lögreglunni þessa dagana.

Án þess að þekkja nægjanlega vel til hvers atviks fyrir sig þá er það svo að þegar opinberum starfsmönnum hefur verið veitt heimild til valdbeitingar í starfi sínu þá þarf auðvitað að hafa eftirlit með því hvort valdbeitingarheimildinni sé rétt beitt.

Valdbeitingarheimild er mjög vandmeðfarin.


mbl.is Í handjárn en óölvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á 30 tonna beltagröfu um friðlandið

Ég var staddur á hálendinu nærri Kárahnjúkum nýverið. Ég hef verið frekar mikill virkjunarsinni hingað til en það eru farnar að renna á mann tvær grímur. Þannig er það reyndar með svo marga sem búa þarna fyrir austan og víðar á landinu. Gallhörðustu virkjunarsinnar eru farnir að verða gapandi kjaftstopp yfir þessum hrikalegu framkvæmdum.

Við ókum um slóða á svæðum hraunaveitu og  ufsarstíflu gapandi með hökuna niðri á bringu, horfðum hátt upp á stífluvegginn. Þar sem áður voru illfærir slóðar eru nú uppbyggðir vegir og risatrukkar á ferð.

Heimamaðurinn segir að þetta sé friðland vatnajökulsþjóðgarðs, greinilega ekki lengur þá.

Við vorum á hreindýraveiðum og notuðumst við sexhjól til að sæka bráðina. Þess má reyndar geta að sexhjólin skilja ekki eftir sig nein för, nema í vatnssósa bleytumýri, því forðast maður bara slík svæði og þar með er allt í fína. Hreindýrastofninum þarf einnig að halda niðri svo hann gangi ekki of nærri landinu með ofbeit.

Með samviskubit í huga passaði maður sig á því að hjólið skildi ekki eftir sig spor í landslaginu.  Svo ók maður samhliða beltaförum eftir 30 tonna beltagröfu og önnur eftir jarðýtu.

Það er greinilegt að það er harðbannað að ferðast á farartækjum um landið sem skilja ekki eftir sig nein spor, í þeim tilgangi að halda beit í skefjum, en ef maður er á þrjátíu tonna beltagröfu þá má maður fara hvert sem maður vill. Og ekki er nú verra að maður ryðji upp stíflugörðum og moki og grafi allt í sundur. Drekki svo grónu svæðunum álguðunum til fórnar.

Tilgangur þessara framkvæmda er að stífla hverja einustu sprænu, læk og á og veita vatninu til Kárahnjúkavirkjunar.

Erum við örugglega að gera rétt með þessum framkvæmdum?


mbl.is Jeppaslóði í friðland Þjórsárvera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er mesta bull sem ég hef heyrt í langan tíma

Hvert er raunverulegt markmið með stimpilklukkum í skólum?

Hver á árangurinn að vera?

Um kennslu hefur mikið verið rætt og ritað af til þess hæfu fólki. Fáum dettur til hugar að nota stimpilklukkur og önnur álíka mæliprik á vinnu kennara.

Kennsla er ekki mæld í klukkustundum, mínútum og sekúndum. Hún er mæld í metnaði, alúð og umhyggju.

Kennslu er í raun ekki hægt að mæla með mælitækjum.

Hver var besti kennarinn þinn í lífinu? Var það ekki sá eða sú sem lagði sig fram af metnaði, alúð og umhyggju. Lærðir þú ekki mest hjá kennaranum sem þú fannst hjá að varðaði sig um hvernig þér liði og hvernig þér gengi. Ég gleymi amk. aldrei henni Hugrúnu sem var minn besti kennari í barnaskóla, og þó ég hafi haft marga kennara síðan þá kemur enginn með tærnar þar sem hún hefur hælana. Ætti kannski að setja upp umhyggjuklukku í skólum?

Í seinni tíð hefur verið vikið frá þeirri stefnu á flestum vinnustöðum að nota stimpilklukkur. Mannauðsstjórar vita nefnilega að það skiptir meira máli hverju þú afkastar þegar þú ert í vinnunni heldur en hversu lengi þú ert þar.

Varðandi kennara þá eru þeir alltaf í vinnunni, allan sólarhringinn, hugsandi um nemendur og kennslu. Fara yfir verkefni heima á kvöldin, lesa meira og læra meira til að geta kennt betur. Kennarar vinna svo sannarlega ekki stimpilklukkuvinnu.

Eini raunverulegi mælikvarðinn á störf kennara er eins og fyrr segir eiginleikar sem erfitt eða ómögulegt er að mæla. Alúð, umhyggja og metnaður fyrir vellíðan og árangri nemendanna, með það að markmiði að skila þeim áfram út í lífið, betur til þess fallin að takast á við það en áður.

Höfundur er framhaldsskólakennari.

 

 


mbl.is Uppreisn gegn stimpilklukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki veitir af

Ef samþykkt verður að hvert einasta mannsbarn á íslandi skuli borga milljónir fyrir landsbankaruglið icesave þá veitir ekki af að fjölga sem mest í hópi greiðenda. Þessi börn munu fæðast með milljóna skuld á bakinu sem þeim ber að byrja að borga af um leið og þau byrja að vinna.

Þetta eru ice-slave börnin, þrælar fortíðarinnar, börnin sem fæðast með skuldir annarra sem sína framtíð. Það er alveg ljóst að ég persónulega mun ALDREI samþykkja að skuldir Björgólfs og félaga verði skuldir barna sem fæðast saklaus í þennan heim.


mbl.is Stefnir í metfjölda fæðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iss ég hjóla bara

Maður er einhvernvegin að verða ónæmur fyrir endalausum hækkunum á öllu nema launum. Meira að segja fréttir af bankaviðbjóði eru hættar að hafa áhrif á mann, mér er sem sagt löngu hætt að verða flökurt af fréttunum.

Það vill svo vel til að ég get bara hjólað í vinnuna í vetur, fer þá bara á jeppanum í þau fáu skipti sem veðrið er þannig... hef gott af hreyfingunni.


mbl.is Bensínlítrinn hækkar um 4 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VIÐ íslendingar

Fátt fer meira í taugarnar á mér þessa dagana en þegar pólítíkusar og aðrir þeir sem vilja borga skuldir útrásarhálfvitanna með mínum peningum og barnanna minna nota orðið "VIÐ".

Við íslendingar, bla, bla, bla, erum ábyrgir, bla, bla, bla. Svo fylgir einhver þvættingur um "okkur" íslendinga og svo framvegis.

Staðreyndin er að í þessu máli er ekkert VIÐ. Við, í minni fjölskyldu tókum ekki þátt í þessu rugli. Við, berum ekki ábyrgð á Sigurjóni, Jóni, Friðrik, Björgólfi eða einum eða neinum þeirra.

Ég frábið mér að allir íslendingar séu flokkaðir í sama flokk og kallaðir alkar eða heróínsjúklingar sem þurfi að fara í meðferð. Við sem engan þátt tókum og enga raunverulega ábyrgð berum erum ekki "VIÐ ÍSLENDINGAR". Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn eða Kommana. Ég hætti stuðningi við Samfylkinguna þegar hún sigldi í kjölfar hinna. Tók ég þó þátt í að búa SF til á sínum tíma.

VIÐ í minni fjölskyldu, hvað þá börnin fædd og ófædd, tókum engan þátt í að gera Lýðveldið Ísland gjaldþrota.

Við erum ekki þeir. Við berum ekki ábyrgð á þeim, EES, ESB, IMF, EDGE, ICESAVE, Kaupþingi, Glitni, Landsbankanum eða öðrum persónulegum ábyrgðum sem við höfum aldrei gengist við.

Ég bið þá sem í hlut eiga hér með formlega að nota ALDREI framar orðið VIÐ í þeim tilgangi að flokka mig og mína með þeim einstaklingum sem ég fyrirlít af heift og viðbjóði. Drulluhalana sem almennt eru kallaðir "Útrásarvíkingar".


mbl.is Ísland – það sem læra má af efnahagshruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindalegur þvættingur

Ég kannast ekki við að framleiðendur lífrænt ræktaðs grænmetis og ávaxta hafi haldið fram meira næringargildi.

Helsta ástæða þess að lífrænt ræktað er talið betra er að ekki eru notuð eiturefni við ræktunina. Skordýraeitur, og ónáttúruleg efni í jarðveginn eru ekki notuð við  lífræna ræktun.

Að leggja fram svona "vísindaniðurstöður" gerir ekkert annað en að vekja upp spurninguna: "Hver er tilgangurinn með þessari frétt"?


mbl.is Segja lífrænt ekki hollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullmikið sagt

Ég er eindreginn ESB umsóknar áhugamaður.

En ég hef beðið eftir því í rúm 15 ár og gat alveg beðið fram á haustið eða eitthvað lengur eða þar til Icesave málið er komið í höfn með viðunandi hætti.

Því miður eru frásagnir þingmanna borgarahreyfingarinnar svo alvarlegar um ýmis atriði sem tengjast Icesave að samviska þeirra þriggja leyfði þeim ekki annað. Og samviska Þráins leyfði honum ekki annað, svo er nú það.

Svo lengi sem þingmenn Borgarahreyfingarinnar kjósa alltaf eftir sinni bestu sannfæringu þá er ég sáttur.

Nú bíð ég bara eftir því að það leki út sem er í leynigögnum um Icesave " Aftast á síðasta blaðinu" eins  og það er kallað og mun víst ekki vera neitt fallegt.

Þótt víðtækara samráð hefði verið betra innan hreyfingarinnar og þinghópsins þá styð ég þau heilshugar til að vinna eftir sinni sannfæringu.

Að öðru leyti er ég farinn í sumarfrí og verð ekki í netsambandi í eina til tvær vikur.


mbl.is Fréttaskýring: Jaðrar við klofning í þinghópi borgaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökk sé hans eigin flokki

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa séð til þess að hér er allt farið til andskotans.
Þeir geta þakkað sjálfum sér og sínum flokkum fyrir það að í stað þess að ganga til samninga við ESB með eðlilegum hætti koma íslendingar á hnjánum að dyrunum og óska náðsamlegast eftir því að meiga sækja um.

Það er reyndar vonlaust að ætla sér þarna inn í bráð.

Til þess þarf fjármálakerfi landins að vera í allt öðru ástandi en það getur orðið næstu árin, jafnvel tugi ára.


mbl.is Ísland á hnjánum til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búnir að skoða olíulindirnar

Nú þegar rússar eru búnir að senda rannsóknarkafbáta til að rannsaka jarðlögin á drekasvæðinu er hægt að lána íslendingum pening.

Alltaf koma viðvaranir Perkins og Hudson aftur og aftur upp í hugann...


mbl.is Rússalán í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband