25.6.2009 | 09:12
Gög og Gokke
Það er að minnsta kosti dálítið langt í að maður trúi því að svo sé ekki.
Annars bjóst maður við að Framsókn myndi nota tækifærið til að forða sér og skella skuldinni á SjálfstæðisFLokkinn nú þegar Kópavogsbær er á húrrandi hausnum.
Það verður ekkert grín að taka til eftir þá félaga næsta vor.
![]() |
Vill að Ómar víki úr bæjarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.6.2009 | 11:51
Þetta var bara tímaspursmál
Forsendur þeirra lána sem málið snýst um eru löngu brostnar.
Stjórnvöld hafa nákvæmlega ekkert gert til þess að styðja við bakið á þeim heimilum sem plötuð voru með "Varglánum".
Bönkunum, sem í flestum tilfellum eru í raun ekki til lengur, er gefið opið veiðileyfi á venjulegar fjölskyldur sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið.
Þessum sömu fjölskyldum hefur verið algerlega bannað að verja sig og reyndar verið hótað öllu illu af fjármálaráðherra og forsætisráðherra.
Það gengur ekki í siðuðu samfélagi að annar aðilinn, í þessu tilfelli lánveitandinn, hafi óskorað leyfi til að hækka höfuðstól láns án allra takmarka.
Það hefur orðið siðrof í samfélaginu, þeir sem verið er að níðast á þurfa að verja börn sín og fjölskyldu og hafa ákveðið að snúa bökum saman, bíta í skjaldarrendur og verjast.
Það sigrar enginn her fólks sem hefur engu að tapa.
![]() |
Hagsmunasamtök heimilanna styðja greiðsluverkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.6.2009 | 07:42
Svo rangt, svo rangt.
Af þeim góðu ráðum sem vinaþjóðir okkar norðurlandaþjóðirnar hafa gefið okkur, stendur uppúr að leggja áherslu á skólana. Að hrúga atvinnulausa fólkinu í skóla frekar en að láta það gera ekki neitt.
ÞVÍ MIÐUR VIRÐIST ÞESSI RÍKISSTJÓRN EKKI GETA GERT NEITT RÉTT.
Það verður að leita leiða til að færa fjármagn til innan ríkissins í áttina að skólunum. Það má alls ekki skera niður skólakerfið. Það þarf að leita allra leiða til að gefa atvinnulausum tækifæri til að endurmennta sig til starfa þar sem þörf er fyrir fólk.
Ég lýsi því hér með yfir einu sinni enn: Það má alls ekki skera niður í skólastarfi, það þarf að efla þá starfsemi nú og næstu ár.
![]() |
Skólunum gert að skera niður um þrjá milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2009 | 21:13
Hættuleg staða
Ég hef sagt það áður og ég segi það enn.
Sama fólkið og var í bönkunum fyrir hrun, er nú með nýjan banka, nýja kennitölu og nýja RÍKISÁBYRGÐ.
Þeir einu sem tóku pokann sinn, fullan af peningum, voru hluthafarnir.
Persónuleiki fólks breytist ekki, það er sálfræðileg staðreynd, því verður að skipta þessu fólki út.
Kúlulánaliðið og aðrir þeir sem hafa tekið þátt í vafasömum viðskiptum verða að fara og heiðarlegt fólk að koma í staðinn, það er nóg til af því í landinu. Það vantar hins vegar stjórnendur hjá ríkinu með hugrekki til að hreina til.
![]() |
Eva Joly: Botninum ekki náð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2009 | 12:37
Of seint um rassinn gripið
Hvar hafa þessir svokölluðu snillingar FLokksins verið?
Þeir hafa amk. verið andlega fjarverandi meðan aðrir hafa barist gegn samningnum í orði og með verkum sínum. Ég hvet bæði Jón og Sigurð til að mæta niður á Austurvöll kl. 17 í dag og sýna orð sín í verki.
Mér var nú kennt það orðatiltæki þegar ég var að alast upp að:
"Það er of seint að grípa um rassinn þegar kúkurinn er kominn í buxurnar. "
Sjaldan hefur þetta orðatiltæki átt betur við en núna.
![]() |
Icesave málið fari fyrir dóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2009 | 09:50
Skólinn er ekki aðalatriðið
Það er ljóst að ef skólar ætla að sía nemendur inn í skólana þá verða þeir að notast við inntökupróf sem allir umsækjendur ganga í gegnum.
Hitt er hins vegar ljóst að þótt talið sé að sumir skólar séu betri en aðrir þá er það alls ekki endilega svo.
Bestu nemendurnir hópast í ákveðna skóla, en það er kennd sama námsskráin í þeim öllum.
Ég þori að halda því hiklaust fram að kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þar sem ég vinn eru til dæmis alls ekki verri eða metnaðarminni en í hvaða skóla öðrum sem er á landinu.
Námsefnið er það sama og margir hafa farið gegnum þann skóla eða aðra sambærilega og áfram í erfitt nám. Það er fyrst og fremst nemandinn, hæfni hans, geta, áhugi og þó aðallega metnaður sem ræður úrslitum um framhaldið, ekki skólinn.
Það hefur lengi verið sú goðsögn í gangi að ákveðnir skólar skili af frá sér betri nemendum en ef litið er rökrétt á málið þá er það væntanlega frekar þannig að bestu nemendurnir fara almennt í gegnum þessa tilteknu skóla.
Höfundur er rafiðnakennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti
![]() |
Foreldrar bálreiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2009 | 11:55
3.333.333,-
Hvað er Icesave samkomulagið að þýða fyrir íslendinga?
1,000,000,000,000 (Þúsund milljarðar sem líklegt er að talan endi í).
Deilt með
300,000 (Þrjúhundruð þúsund, sem er um það bil fjöldi íslendinga í dag).
það gerir
3,333,333 (Þrjár milljónir þrjúhundruð þrjátíu og þrjú þúsund þrjúhundruð þrjátíu og þrjár íslenskar krónur)
Eða tíu milljónir á hverja þriggja manna fjölskyldu.
Eða 50 til 100 milljónir á mig og mína eftir því hversu nákvæmlega er talið inn í fjölskylduna.
Hér með óska ég formlega eftir að þeir sem styðja Ice Slave samkomulagið gefi sig fram og taki á sig ábyrgðir mína og minna.
Ég kannast ekki við að nokkur einasti aðili í minni fjölskyldu hafi áhuga á að skrifa undir ábyrgðir fyrir Landsbankann sáluga. Úr því eignasafni verður bara að koma til skiptanna það sem til er. Og sækja réttu aðilana til ábyrgðar.
![]() |
Boða mótmæli á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 09:30
Hér er lausn á Icesave
Lausnin á þessari deilu er einfaldlega eftirfarandi:
1. Þeir sem vilja borga Icesave með því láni sem ríkisstjórnin er með í höndunum í dag skrifa undir ábyrgðina. Þessir aðilar, sem er tæplega fjórðungur þjóðarinnar, gefa sig fram og skrifa undir sem ábyrgðarmenn og mögulega greiðendur. Börn þeirra verða einnig sjálfkrafa greiðendur og ábyrgðarmenn, bæði fædd og ófædd börn ábyrgðarmanna.
2. Þeir sem vilja ekki skrifa undir sleppa því einfaldlega. Þeir verða þá aldrei greiðendur eða ábyrgðarmenn lánsins og ekki börn þeirra heldur.
Sem sagt, þeim sem finnst þetta svona frábær díll, skelli sér bara á hann, hinir sleppa því.
![]() |
Gátu ekki stöðvað Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 08:45
ICESLAVE BÖRNIN
Það er alveg dagljóst að það er gallað laga og regluverk ESB og EES sem verður þess valdandi að lítill banki á hjara veraldar getur gert næstum hvað sem er.
Það voru nokkrir tugir einstaklinga sem báru ábyrgð á þessu og gátu það vegna götóttra reglna um bankastarfsemi.
Það voru ekki íslensk börn sem nú á að gera að ÞRÆLUM.
Það er siðferðislega rangt að gera íslensk börn og fjölskyldur þeirra að greiðendum og ábyrgðarmönnum sem þau sannarlega bera enga ábyrgð á.
Ríkisstjórnin ætlar í samvinnu með þrælasölunum og nýlenduherrunum að selja alla íslendinga og börnin þeirra í ÞRÆLDÓM.
Ég get nú alveg lofað því að áður en það gerist þá mun verða gripið til...
![]() |
Gátu ekki stöðvað Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.6.2009 | 14:35
1.000.000.000.000 (þúsund milljarða) leynisamningur
Allt þetta mál með sama hætti hvar sem á það er litið. Leynimakk, pukur, og allt það sem sæmir samkomulagi sem ekki þolir dagsljósið.
Upplýsingarnar eru svo sláandi að þær þola ekki að koma fyrir augu greiðendanna.
Hvernig væri að fá allt upp á borðið og fara að semja um þetta mál allt saman með eðlilegum og heiðarlegum hætti?
![]() |
Enn leynd yfir Icesave-samningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar