11.6.2009 | 09:39
Ekki skrítið
Það er ekki undarlegt að piparúðinn hafi verið orðinn af skornum skammti eins ótæpilega og honum var beitt af ástæðulausu.
Það gengur á það sem af er tekið.
![]() |
Piparúði á þrotum þegar átökin náðu hámarki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2009 | 08:59
Hættan er fyrir hendi
Það hefur lengi verið stundað hér á landi að setja GSM senda og viðlíka búnað á skólabyggingar. GSM möstur standa meðal annars á leikskólalóðum.
Það var einu sinni þannig að tóbaksreykingar voru taldar heilsusamlegar, síðan hættulausar lengi vel en síðar kom hið sanna í ljós.
Þeir sem hafa stundað rannsóknir á rafsegulsviði og rafgeislun hafa farið fram á að fólk sé látið njóta vafans.
Það hefur veri sýnt fram á að örbylgju sendingar og rafsegulbylgjur sem eru kassalaga eins og þessar, breyta DNA og geta þar með aukið líkur á til dæmis krabbameini.
Hvaða styrk þarf á sendingu til þess er hins vegar deilt um.
Það verður að segjast eins og er að það að staðsetja örbylgjusendi á byggingu þar sem fólk er statt að jafnaði er varasamt.
Ætla eigendur sendisins og þeir sem gáfu leyfið að greiða skaðabætur ef það kemur í ljós eftir nokkur ár að bein tengsl séu milli svona búnaðar og heilsufarsvanda?
Sem raffræðingur sem hefur kynnt sér þetta verulega vel í gegnum árin þá mæli ég með að skólayfirvöld segji nei þegar óskað er eftir að fá að setja hverskonar senda á skólabyggingar eða á skólalóðir.
![]() |
Hætti vegna farsímasendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.6.2009 | 08:45
Verkefni fyrir Evu J.
![]() |
Neituðu að hætta störfum fyrir ríkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2009 | 22:50
Mannorðið að veði
Ef Eva Joly gefst upp á íslendingum þá er mannorð okkar erlendis algerlega orðið að engu. Lélegt var það fyrir en ef það fréttist formlega að íslendingar hafi engan áhuga á að ná í rassgatið á glæpaliðinu þá getum við gleymt framtíðinni.
Þá gildir hið forkveðna: Sá sem er síðastur burt, slökkvi ljósin á eftir sér.
![]() |
Ein mikilvægasta rannsóknin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2009 | 08:54
ICESLAVE Börnin bera ábyrgðina
ICESLAVE samningurinn gengur út á það að gera börnin okkar að ábyrgðarmönnum og greiðendum fjármálasukks og gæpastarfsemi nokkurra tuga einstaklinga.
Það er bara siðferðislega RANGT.
Það passar einmitt að þegar þau koma út á vinnumarkaðinn þá skulu þau byrja að borga af einhverju fáránlega háu láni sem var skrifað uppá af foreldrum þeirra.
Í ofanálag fékk sama siðspillta sjálftökuliðið nýja banka, nýja kennitölu og NÝJA RÍKISÁBYRGÐ. (Kúlulánaliðið verður að yfirgefa stjórnun bankanna.)
Nú berjast fjölskyldur landsins hreinlega fyrir lífi sínu og framtíð frammi fyrir blindum augum þingsins, skjaldborgin um heimilin er ekki einu sinni tjaldborg.
Þessir nokkrir tugir einstaklinga sem ábyrgðina bera ganga enn lausir og spóka sig á lystisnekkjum og lúxusþotum.
Það eina sem við eigum sameiginlegt með þeim er að vera með eins vegabréf, því raunverulegir íslendingar eru þeir varla.
Þeir sem ábyrgðina bera og tóku ofurháar launagreiðslur fyrir það skulu bera ábyrgðina, ekki börnin okkar. Til þess þarf vilja breta og hollendinga til að sækja það fé sem er í þeirra lögsögu bæði innan lands hjá þeim og á aflandseyjum.
Það er enginn að segja að það eigi ekki að borga, það er aðferðin sem deilt er um.
![]() |
Nýju bankarnir bera byrðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2009 | 22:48
Það eru til nógir peningar í Ráðstefnu og tónlistarhöllina.
Er Katrín nú að átta sig á raunveruleikanum?
Það eru ekki til peningar til að kaupa húsgögn í skóla og það eru ekki til peningar til námslána.
En það eru til nógir peningar í Ráðstefnuhöllina með litla tónlistarhorninu.
Pfff, ég gef nú ekki mikið fyrir svona lagað.
Það sem þjóðin þarf á að halda núna er rækileg innspýting í skólakerfið, þar með talið Lánasjóð námsmanna.
Svíar og fleiri norðurlandaþjóðir hafa bent okkur rækilega á að það sé í raun það eina sem virkar til lengri tíma litið.
![]() |
Ekkert svigrúm til hækkana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2009 | 08:35
Gallað regluverk EES og ESB
Samkvæmt orðum Svavars eru íslendingnar neyddir að bera fjárhagslega ábyrgð á gölluðu regluverki EES og ESB um starfsemi banka og glæpastarfsemi.
Evrópusambandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, hollendingar og bretar, allir neyða íslendinga til að skrifa undir.
Þó er sú staða sem ísland er í sennilegast afleiðing aðgerða breta.
Það má vera að íslenskir bankar hafi framið glæp með starfsemi sinni.
Það afsakar ekki að aðrir fremji annan glæp og láti fólk sem enga raunverulega ábyrgð ber, sé NEYTT til að taka á sig skuldbindingar sem það á ekkert í .
Bretar og hollendingar geta fengið eignir bankanna erlendis eins og þær leggja sig ásamt eignum eigenda og stjórnenda bankanna upp í skuldina. Það eru þær eignir sem til eru upp í skuldir bankanna.
Bankarnir voru EINKAFYRIRTÆKI sem störfuðu í þessum löndum. Íslensk börn bera enga ábyrgð á þeim.
![]() |
Hagkerfið kemst í skjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2009 | 11:00
Europol - Interpol
Ég hef oft nefnt það að það virðist vera að þetta alltsaman sé mál fyrir Europol og Interpol að rannsaka. Það bara getur ekki verið að allt það fé sem fór til aflandseyjanna sé fengið með eðlilegum og heiðarlegum viðskiptum . Okkar hagkerfi og viðskiptaumhverfi er bara ekki þannig byggt upp.
Verst er þó hvernig ríkisstjórnir fyrrverandi og núverandi hylma yfir með þessu þjófapakki. Þeir sem eiga að vera að vinna undir leiðbeiningum Evu Joly eru ekki að gera rassgat.
Sérstakur saksóknari er að dunda við að velja gardínur og hverja úr vinahópnum á að lögsækja eða ekki...
Ríkisstjórnin er að dunda við að koma ábyrgðinni á öllu sukkinu vel og vandlega yfir á kjósendur sína.
Helvítis fokkíng fokk!
![]() |
Stærsta svikamál frá stríðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.5.2009 | 09:00
Helvítis Fokkíng Fokk
Það eru greinilega engir, hvorki í ríkisstjórninni né ráðgjafaliði hennar sem kunna að reikna né vita nokkuð í sinn haus.
Mér er svo sem sama um álögur á tóbak, næstum sama um álögur á áfengi en eldsneyti er nú þegar nægjanlega skattlagt.
Þennan texta afritaði ég af síðunni hjá Þór Saari Borgarahreyfingarþingmanni.
"Þegar nokkrir þingmanna höfðu rýnt í framkomið frumvarp og þá sérstaklega þá klausu sem sagði að þessar hækkanir myndu valda 0.5% hækkun á vísitölu neysluverðs þá fórum við að reikna. Þetta þýddi hækkun á húsnæðisskuldum heimilana um 8.000 miljónir á einu bretti sem er einfaldlega alveg ferlega ömurlega óréttlátt. En bíðum við, vegna verðtryggingarákvæða þýddi þetta líka að því að talið var um 5.000 milljóna hækkun á persónuafslættinum sem er tap fyrir ríkissjóð, um 400 milljóna hækkun á bótum úr almannatryggingakerfinu og um 1.500 milljóna hækkun á verðtryggðum skuldum ríkissjóðs sjálfs og þá er nú ekki mikið eftir af skatttekjunum."
Vanhæf ríkisstjórn!
![]() |
Áfengi og eldsneyti hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2009 | 08:42
Leita sér að réttlæti og lífi fyrir börnin
Einn vina minna sem er læknir, hitti ég í gær. Hann er að leita fyrir sér að vinnu erlendis.
Hann ætlar ekki að borga húsnæðið sitt mörgum sinnum.
Hann hefur keypt húsnæði bæði í Noregi og Hollandi og þar eru kjör húsnæðislána hluti af samfélaginu.
Í Hollandi borgaði hann 6% vexti af láninu, fékk 3% til baka í vaxtabótum, verðbólgan var 2%, þannig að hann borgaði í raun 1% vexti af fasteignaláninu.
Ef eitthvað hefði komið fyrir og hann ekki getað borgað þá hefði bankinn gengið að veðinu, sem er fasteignin og þar með væri það mál úr sögunni.
Hér gengur bankinn að veðinu með því að kaupa fasteignina á skítaverði á nauðungarsölu, og skuldarinn verður að halda áfram að borga skuldina, þótt bankinn sé búinn að innleysa veðið...
Hér á landi býður nú ríkisstjórnin að borga af fasteignaláninu 75% af laununum sínum til 150 ára aldurs til að geta kannski mögulega einhverntímann eignast húsið eftir að hafa borgað andvirði þess 15 sinnum.
Hann er ekkert einn um að vera að leita sér að vinnu erlendis og ég held ég sé búinn að útskýra hvers vegna.
![]() |
Læknar flýja kreppuland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar