21.5.2009 | 07:59
Samstaða er allt sem þarf
Ljóst er orðið, eins og sjá má af málaskrá þingsins, að ekki stendur til hjá þessari ríkisstjórn að gera neitt í málefnum heimilanna.
Nú þarf fólk bara að standa saman. Nú þarf fólk bara að mæta. Það er ekki nauðsinlegt að mæta með skilti eða hrópa slagorð, það er nóg að mæta á staðinn og standa með sínum málstað. Það er fjöldinn sem mætir sem er aflið.
![]() |
Samstöðufundur á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2009 | 20:00
Ekkert annað að gera en að endurgreiða.
Það gera væntanlega allir sér grein fyrir hvað það þýðir ef rafvirkjar OR fara í verkfall.
Það hefur aldrei reynt almennilega á það en gerið ykkur grein fyrir því að samfélagið okkar gengur fyrir rafmagni. Það þarf meira að segja að dæla bæði heita og kalda vatninu með rafmagnsmótorum.
Þegar eitthvað byrjar að bila, sem gerist mjög fljótlega, þá byrjar samfélagið að stöðvast.
Þeir sem héldu að peningaskortur væri vandamál ættu að hugsa um hvað gerist með rafmagnsskorti.
OR skuldar sínu fólki 400 milljónir. Það er ekkert annað að gera en að borga.
Rafiðnamenn hafa lýst yfir vinnustöðvun eða verkfalli ef ekki verður farið að réttlátum kröfum þeirra.
Vill einhver láta á það reyna? Verkfallssjóður rafðinamanna er einn sá stærsti á landinu...
![]() |
Hvetur verkafólk að mótmæla ákvörðun OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2009 | 17:16
Var ekki botninum náð?
Var ekki fréttin í gær um að "Mögulega er það versta í íslensku efnahagslífi afstaðið".
Ég væri nú alveg til í að fara að heyra eitthvað gáfulegt og af viti frá ríkisstjórn og seðlabanka um þessi mál.
![]() |
Veiktist um 0,52% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2009 | 08:58
Breyting til batnaðar
Það er þá ljóst að það hefur dúkkað upp mannlegur þáttur hjá þessari ríkisstofnun sem hingað til hefur verið einna helst þekkt fyrir skoðanir og viðhorf sem helst tengjast kynþáttahatri.
Ég óska Japsy og Seiðfirðingum til hamingju með sigur hins mannlega yfir kerfinu.
![]() |
Indverskri konu ekki vísað úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2009 | 20:20
Þetta er það mesta bull sem ég hef nokkurntíma heyrt.
Það væri gaman að sjá hvaða gögnum þetta er stutt.
Þetta stemmir alla vega engan vegin við þær upplýsingar sem ég hef heyrt.
![]() |
Það versta mögulega afstaðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2009 | 09:14
Bara borga pínupons
Ég er með minn viðbótarlífeyrissparnað hjá Allianz og ráðlegg þessari konu að tapa ekki þessum Evrum.
Ísland og íslenska bankakerfið er svo illa statt að þetta eru einu raunverulegu verðmætin sem hún á. Í raun er allt annað farið til andskotans hér á landi.
Ef gengið væri að öllum eignum íslendinga sem ábyrgðum fyrir kröfum þá er alveg sama hvað er tínt til. Hver einasta fasteign, lífeyrissjóður og orkulind duga ekki fyrir skuldum og munu aldrei gera.
Aðferðin er sú að greiða bara áfram inn á sparnaðinn, til dæmis þúsundkall á mánuði.
Mér var bent á þetta þegar ég gerði minn samning, að hætta aldrei að borga en borga þá bara eitthvað smávegis. En maður þarf að gera það sjálfur þegar maður er ekki í vinnu.
Skynsamlegast er að fara á skrifstofu Allianz og fá upplýsingar um þetta.
![]() |
Bréf Allianz er viðvörun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 09:19
Nú þurfa íslendingar að standa saman
Ég fór á fundi með John Perkins og Michael Hudson og hef fylgst með viðvörunarorðum þeirra síðan.
John Perkins starfaði hjá CIA við að gera samninga við ríki sem ómögulegt yrði að borga til þess eins að komast yfir auðindir þjóða.
Michael Hudson starfaði hjá IMF og þekkir vinnubrögðin þar á bæ mætavel.
Báðir þekkja þeir þann lagaramma sem sjóðurinn starfar eftir.
Niðurstaðan er sú að það eru engin rök fyrir og engin ástæða til að borga erlendar skuldir bankanna. Þeir geta troðið þessum skuldum uppí... þangað sem sólin skín mjög sjaldan.
Nr. 1. Upphæðin er svo há að það er ómögulegt að borga hana.
Nr. 2. Þetta voru ekki eðlileg viðskipti og því ólögleg (og siðlaus).
Nr. 3. Ég og þú skrifuðum aldrei upp á ábyrgð á þessu.
Nr. 4. Við þurfum ekki að borga.
Nr. 5. Það hefur engin langtímaáhrif.
Eigum við, börnin okkar og börnin þeirra að vera þrælar ómögulegra afborgana eins langt og sjá má inn í framtíðina?
Nú sjá íslendingar svart á hvítu hvernig englendingar beita fyrir sig Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Nú er komið að því að íslendingar segi: "Stopp - Hingað og ekki lengra".
Er einhver önnur þjóð en íslenska þjóðin að borga skuldir einkafyrirtækja, þeas. bankanna, til baka.
Þetta voru áhættufjárfestingar hjá þeim sem sem lánuðu íslensku bönkunum. Álíka gáfulegt og að veðja á veðhlaupahesta. Lánveitendurnir vissu það og okkur ber engin skylda til að borga slíkt.
Varðandi Icesave, þá virðist meirihluti þeirra peninga vera einhversstaðar til staðar og ættu að skila sér til baka með tíð og tíma. Það gerist þó varla meðan íslenskir bankar eru skráðir sem hryðjuverkasamtök.
Er ekki augljóst hvaða aðferðum bretar eru að beita til að setja íslendinga á hnén og komast yfir auðlindir þeirra?
Er það tilviljun að þetta gerist á sama tíma og það finnst olía við Ísland?
Mikið vildi ég að Perkins og Hudson væru bara lygarar og rugludallar en staðreyndirnar segja manni að það sé ekki svo.
Það er augljóst að ísland er í efnahagslegu stríði, og ríkisstjórnin vill ekki vita af því.
![]() |
Bretar að semja við IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2009 | 07:52
Haaaaallllllóóóóóóóóóó...
er einhver heima?
Heilabúið i Gylfa fer að verða merkilegt viðfangsefni líffræðinga.
Verður fólk sem sest í ríkisstjórn sjálfkrafa úr tengslum við raunveruleikann?
Auðvitað geta flestir borgað ennþá... með því að ganga á sparifé sitt og ábyrgðarmanna sinna, ennþá...
ÞAÐ BREYTIR EKKI ÞVÍ AÐ ÞAÐ FÓR FRAM ÞJÓFNAÐUR HÉR Á LANDI SEM VIÐ SÆTTUM OKKUR EKKI VIÐ AÐ GREIÐA.
Það breytir því ekki að ástandið er bara að versna. Gjaldþrotum fjölgar, atvinnuleysi eykst, skattar munu hækka, vinna minnkar, laun dragast saman, lánin hækka, fasteignaverð lækkar...
.l.
![]() |
Flestir geta staðið í skilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2009 | 11:54
Sammála
![]() |
Vill neyðarlög um íbúðalán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2009 | 07:17
Óþolandi misrétti.
Alla mína kosningaæfi hef ég búið í Kópavogi.
Ég bara get ekki samþykkt að hjón þurfi bæði að kjósa það sama til að atkvæði þeirra hafi jafn mikið gildi og eitt í vesturkjördæmi.
Þegar verst var, var misræmi í vægi atkvæða kópavogsbúa þrefalt á við vestfirðinga. Sem betur fer hefur þetta skánað en betur má ef duga skal. Einmitt þetta atriði er það eina sem erlendir eftirlitsfulltrúar settu út á í nýafstöðnum kosningum. Það láta flestir sem þetta sé ekkert mál, en þetta er stórmál.
Ég til dæmis spyr: Hefði Borgarahreyfingin fengið einum eða tveimur fleiri þingmenn ef atkvæðavægi væri jafnt?
Í dag eru reglurnar svo flóknar að það eru ekki margir landsmenn sem geta svarað því.
Eru landsbyggðarþingmenn vísvitandi að halda þéttbýlisþingmönnum niðri? Af hverju er þessu ekki breytt á okkar virðulega Alþingi?
![]() |
Misvægi minnkað næst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar