27.4.2009 | 17:17
Engin leit að ræningjum
Nokkrir tugir ræningja rændu fjárhirslur íslenska ríkisins af öllu lauslegu.
Engin leit hefur farið fram að ræningjunum.
Enginn áhugi hefur komið fram hjá yfirvöldum að leita þeirra.
Talið er að þeim gangi vel að fela slóð sína og hefur fennt í förin fyrir löngu síðan.
![]() |
Ræningjar handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2009 | 09:50
Mikilvægasti dagur íslandssögunnar
Augu heimsins eru á íslendingum í dag. Hreinsa þeir til í stjórnkerfinu eða ekki?
Íslendingar hafa tækifæri til þess í dag að lagfæra mannorð sitt dálítið og öðlast eitthvað traust hjá erlendum aðilum.
Íslendingar geta líka valið að hafa sömu einstaklinga áfram við stjórnvölinn, þá sömu og komu þeim í þessa stöðu.
Sjálfur hef ég valið fyrir löngu að berjast gegn óheiðarleika, spillingu, mútum og hagsmunatengslum í íslenskum stjórnmálum. Ég hef valið að gera eins og ég get til að hreinsa hér til og fá heiðarlegt fólk að stjórn landsins.
Ég vil ekki að börnin okkar verði gerð að þrælum skulda frárglæframanna, skulda sem við og þau skrifuðu ekki upp á.
Þess vegna set ég X við O á kjörseðlinum.
Þess vegna hvet ég þá sem ætla samt sem áður að kjósa sinn gamla flokk, að strika yfir þau nöfn sem þeim líkar ekki við á kjörseðlinum (en bara á þeim lista sem merkt er við því annars ógildist seðillinn).
Ég mæli samt með því að sýna hug sinn í verki og kjósa spillinguna burt.
X-O Borgarahreyfingin -fulltrúar þjóðarinnar á þingi.
![]() |
Kjörfundur hafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2009 | 08:12
X O er raunverulegur valkostur
Við getum sleppt því að kjósa mútugreidda spillingu, hagsmunatengdra aðila inn á ALÞINGI ÍSLENDINGA.
Við getum kosið fólk sem setur ekki dýralækna og heimspekinga sem yfirmenn fjármála.
Borgarahreyfingin vill að ráðið sé fagfólk í ráðuneytin en þingmenn séu á þingi.
X O er atkvæði greitt breytingum á Alþingi.
Ekki breytingum sem leggja landið í rúst heldur til að byggja það upp úr rústunum.
X O Borgarahreyfingin er fólk eins og ég og þú, fulltrúar okkar á þingi.
Ég hef kynnst fremstu frambjóðendum nokkuð vel og get lofað því að þetta eru engir vitleysingar eins og andstæðingarnir hafa viljað halda fram. Enda hafa það verið þeirra einu rök gegn framboðinu.
![]() |
Stjórnin heldur enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2009 | 07:52
Alvarlegt mál!
Kjörstjórn þarf að gefa haldbærar skýringar á því að ekki séu til nægir kjörseðlar þar sem mikið er af íslendingum erlendis.
Það er náttúrulega vitað að nemar í Árósum og víðar í Danmörku kjósa frekar eitt en annað.
Því spyr ég: Er vísvitandi verið að koma í veg fyrir að fólk geti kosið?
![]() |
Kjörseðlarnir búnir í Árósum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.4.2009 | 20:16
Mútur, spilling, hagsmunatengsl
Hef ekki meira um það að segja.
Jú, annars, ég mæli með því að kjósa þetta lið ekki áfram.
O listi Borgarahreyfinar er laus við svona lagað, setja X þar á kjördag.
![]() |
Háir styrkir frá Baugi og FL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 18:28
Sannleikurinn hentar ekki
![]() |
ESB blandar sér í kosningabaráttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 13:51
Ýmsir virkjanakostir
Það er fleira hægt að virkja en fallvötn og jarðvarma.
Vindorkan er einn þeirra valkosta sem eftir er að skoða. Það vandamál fylgir þó að stundum er logn og stundum er allt of hvasst. Sennilega eru nokkrir ágætir staðir fyrir vindrafstöðvar til dæmis á Reykjanesi og öðrum álíka stöðum þar sem næstum aldrei er logn.
Aðrir orkukostir eru til dæmis þeir gífurlegu kraftar sem eru í straumunum í kringum landið. Það vita þeir sem hafa siglt gegnum Reykjanesröstina, látraröst eða annarsstaðar. Einnig er mikið afl í straumi sumra innfjarða, sérstaklega í Breiðafirði, til dæmis Hvammsfirði.
Straumrastirnar hafa þó þann galla að stjórnast af sjávarföllum og stöðvast fjórum sinnum á sólarhring. Þær eru hins vegar ekki allar á sama tíma allstaðar við landið. Þannig séð er það mál leyst.
Eins og fyrr segir hafa allir þessir virkjunarkostir þann galla að stöðvast tímabundið af óstjórnanlegum ástæðum. Slíka orku er ekki hægt að nota til dæmis fyrir álver sem þurfa stanslausa orku og meiga alls ekki missa rafmagn lengur en í mínútum er talið.
Mögulegt væri að bjóða lylræktarbændum, eða svokölluðum ylverum, raforku frá vindrafstöðvum, því það gerir svo sem ekki mikið til þó það slökkni stundum ljósin. Hægt væri að selja þeim raforku á góðu verði, þeir gætu jafnvel framleitt hana sjálfir. Það sama má segja um hina virkjanakostina. Raforka, þar sem framleiðslan getur fallið niður verður að seljast til stórnotenda sem verða ekki fyrir stórtjóni þó raforkan sé ekki alltaf til staðar.
Við erum því ekki að horfa á álver með þessum virkjanakostum, frekar erum við að tala um ylver.
![]() |
Telur virkjun vindorku raunhæfan kost |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 08:43
Ég á mér draum
Ég á mér draum um Ísland án spillingar, hagsmunatengsla og mútustarfsemi.
Mér varð það á að stórmóðga vinnufélaga minn sem er af ítölskum uppruna. Ég sagði að íslendingar væru að átta sig á því að íslensk stjórnmál eru eins og þau ítölsku. Þar með varð hann stórmóðgaður og sagði að það mætti segja margt ljótt um ítölsku mafíuna, spillingu og sukk en þeir hefðu ALDREI SETT ÞJÓÐINA Á HAUSINN Í HEILU LAGI.
Ég viðurkenndi fúslega að ítalir ættu það ekki skilið að vera líkt við íslendinga.
Draumur minn um réttlátt samfélag hefur í dag komist nær því að rætast en nokkru sinni fyrr.
Það gerðist í morgun þegar ljóst var að Borgarahreyfingin er á leið inn á þing með fulltrúa heiðarlegs og grandvars fólks.
Ég trúi, af því íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk, að um það bil einn af hverjum tíu kjósendum, muni setja X við O á kjörseðlinum og velja sér þá framtíð sem það vill sjá fyrir sig og börnin sín.
![]() |
O-listi fengi fjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2009 | 10:04
Raforku á réttu verði
Sem raffræðingur er ég nokkuð vel að mér í þessu máli. Ég er hins vegar ekki bóndi og hef aldrei verið.
Grundvallarrökin með því að selja raforku ódýrt er jöfn notkun yfir allt árið. Það byggist á því að greiða niður fjárfestinguna sem er í virkjunum og dreifikerfi.
Stóriðja eins og álver nota nákvæmlega jafn mikla raforku allt árið , allan sólarhringinn áratugum saman. Það er því hægt að semja við svoleiðis kaupanda um raforkuverð sem er í raun að greiða niður lán vegna virkjunarframkvæmda og dreifikerfis.
Kaupandi sem vill fá sína orku, hvað sem tautar og raular, mis mikla allt árið með hrikalegum orkunotkunartoppi kl. 18 á Aðfangadag er ekki góður kúnni.
Það þarf að virkja og byggja dreifikerfi sem ræður við mestu notkun en þess á milli er keyrt á kannski 10-30% notkun. Samt var virkjað og byggt dreifikerfi fyrir 100% notkun. Það þarf samt að borga niður lánin af 100% kerfinu.
Ég veit ekki nákvæmlega hvernig orkunotkun ylræktarbænda er háttað. Ef hún er 100% allan sólarhringinn allt árið árum og áratugum saman þá á auðvitað að vera hægt að semja um allt annað verð en í raforkusölu til almennings eða venjulegra fyrirtækja. Eða álíka verð og álver. Ef ylræktarbændur slökkva ljósin einhvern tíma á sólarhringnum, í nokkra tíma, þá þarf að taka tillit til þess í verði.
Ég held ég hafi útskýrt þetta nægjanlega vel.
Ég hvet til þess að ylræktarbændur geti fengið raforku til lýsingar á réttlátu verði, landi og þjóð til heilla.
Við þekkjum það öll að besta grænmetið í búðinni er það nýja, ferska og góða íslenska.
![]() |
Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 20:37
Stórfrétt fyrir siglingaíþróttina
Ég byrjaði að stunda siglingaíþróttina átta ára gamall, ég er fæddur árið 1967. Fór að sigla skútum fljótlega og keppa á þeim tíu ára.
Siglingar eru alls ekki sú hættulega íþrótt sem sumir halda að hún sé.
Ég hef til dæmis aldrei orðið fyrir íþróttameiðslum og aldrei lent í raunverulegri hættu af neinu tagi. Þó stunda ég íþróttina af fullu enn þann dag í dag.
Helsta hættan fyrir skútusiglara var það sem við kölluðum "Rotþró Reykjavíkur og nágrennis". Það var Skerjafjarðarsvæðið, þó sérstaklega Fossvogurinn þar sem til dæmis Nauthólsvíkin er. Það var ekkert lítið magn af skólpi sem var látið renna beint í sjóinn rétt við fjöruborðið í innfjörðum.
Ef satt er að nú sé ástandið við strandlengjuna orðið svo gott að ekki sé lengur heilsufarsleg hætta af því að súpa sjó, þá verð ég bara að segja: Það var kominn tími til.
![]() |
Strandlengjan hæf til sjóbaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar