18.4.2009 | 14:42
Ríkisútvarp?
Þótt ég styðji ekki framboð Ástþórs og flokks hans þá er fáránlegt að Ríkisútvarpið birti ekki ALLA framboðslista um leið og þeir eru komnir fram, fullgildir og samþykktir af kjörstjórn.
Enn einu sinni efast maður um hlutleysi RÚV.
![]() |
Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 10:21
Spilling, hagsmunatengsl, mútur.
Íslenskum stjórnmálamönnum gengur illa að skilja orðið "hagsmunatengsl". Til dæmis í Noregi er lagaramminn alveg skýr. Opinberir starfsmenn geta EKKI ráðið fólk í vinnu sem er skilt þeim á einhvern hátt. Ef það gerist þá er sá sem stóð fyrir ráðningunni rekinn.
Það er eðlileg krafa í sérhverju samfélagi að fólk geti komist áfram í starfi á eigin verðleikum. Það sé ekki nauðsinlegt að vera í Sjálfstæðisflokknum til að komast í dómaraembætti til dæmis.
Það sé ekki nauðsinlegt fyrir umsækendur um embætti skólastjóra framhaldsskóla í dag að vera í flokki Vinstri grænna.
Og svo framvegis.
Það er sjálfsögð krafa að tengsl Gunnars Birgissonar við fyrirtæki dóttur sinnar séu skoðuð ofan í kjölinn. Það hefur verið almannarómur árum saman í kópavogi hvernig fyrirtækjum er hyglt á kostnað annarra. Þett er bara mál sem þarf að skoða.
Þegar ég var að alast upp þá lærði ég að orðið "MÚTUR" þýðir greiðsla fyrir greiða. Það er að segja einhverjum er borgað fyrir að gera eitthvað með þeim hætti að greiðandinn fær peningana sína til baka með góðum hagnaði fyrir handbendi mútuþegans.
Hjá stjórnmálaflokkunum virðist enginn þekkja muninn á orðinu "styrkur" og orðinu "mútur".
Það sem stjórnmálamenn hafa undanfarið kallað styrki, kalla ég mútur. Kannski gengum við bara ekki í sama skóla og fengum ekki sama orðaforðann.
Flokkar hafa fengið tugi milljóna í "styrki". Einstakir stjórnmálamenn hafa líka fengið milljónir í "styrki".
Hvað gerðu þessir stjórnmálamenn og flokkar í staðinn fyrir þessa styrki, sem ég lærði að kalla mútur.
Því miður hefur komið í ljós yfir páskana að Ísland er ískyggilega líkt Ítalíu. Ég á þó ekki von á að ég eða fjölskylda mín verði tekin af lífi fyrir þessi skrif. En ég geri mér grein fyrir að ég er ekki í náðinni hjá sumum.
En þannig landi, sem ég hef lýst hér á undan vil ég ekki búa í. Ég vil búa í landi þar sem spilling, hagsmunatengsl og mútur eru ekki hluti af daglegri stjórnsýlsu.
![]() |
Safna upplýsingum tíu ár aftur í tímann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2009 | 09:59
Mikið í lagt fyrir lítið.
Ef ég þekki rétt til þá hefur því lítið verið sinnt að reka út sprautunálaliðið og kvörtunum nágranna hefur lítið verið sinnt.
Svo kemur þarna fólk sem hreinsar til, lagfærir ásýndina og kemur sér fyrir í pólítískri mótmælasetu.
Þá dugar ekkert minna en óeirðabúnir sérsveitamenn með keðjusagir til að leggja allt í rúst aftur.
Það er erfitt að sjá hver skaðinn er af því að fólk hreinsi til í og við yfirgefin hús og mótmæli stjórnvöldum.
Má ég frábiðja mér að fé og tími lögreglu sé nýttur í svona tilgangslaus verk.
Það er nóg af alvöru glæpamönnum í þessu landi sem þarf að ná í hnakkadrambið á.
Forgangsröðun hjá lögreglu verður að vera til staðar eins og hjá öðrum embættum.
Að ráðast gegn meinlausu hústökufólki er eins og að skvetta vatni á gæs, áhrifin verða engin.
Hver er munurinn á fé án hirðis og húsi án hirðis?
![]() |
Miðborg í sárum góðæris |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 14:24
Eins og fylgið
Ef allir atvinnulausir létu það nú vera að kjósa þá sem gerðu þá atvinnulausa og stórskulduga þá væri fylgi Borgarahreyfingarinnar að minnsta kosti nákvæmlega það sama og hlutfall atvinnulausra, og dáldið meira en það.
Ekki ætla ég að gera lítið úr atvinnulausum, hef prófað það sjálfur að vera án atvinnu.
En ef fólk hefði kjark og vit til að styðja ekki við bakið á þeim sem standa ekki með þeim þá væri betra að lifa.
Ég til dæmis kaupi ALDREI eldsneyti af öðrum en Atlantsolíu eftir að upp komst að hinir höfðu rænt mig árum saman.
Sömuleiðis mun ég ALDREI kjósa einn einasta aðila sem voru á þingi árið 2008 og sögðu aldrei neitt.
![]() |
Atvinnuleysi mælist 8,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 07:10
Hárrétt hjá bubba
Það er einmitt þannig að fólkið í landinu á að bera allar byrðar.
Búið er að gefa fáum aðilum allan fiskinn. Það sama var gert við bankana, póst og síma og fleiri grunnþjónustur samfélagsins.
Bankarnir og fiskurinn síðan veðsett til andskotans, allt látið fara á hausinn og við látin borga aftur...
Í Írlandi er búið að gefa það út að innan þriggja ára verður skattbyrðin vegna aukinna greiðslna til erlendra kröfuhafa orðin um 70þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu á MÁNUÐI.
Ástandið hér er ekki skárra.
VIÐ VERÐUM AÐ BREYTA TIL OG KJÓSA EKKI ÞAÐ SAMA OG VIÐ GERÐUM SÍÐAST.
Ég kaus Samfylkinguna síðast og studdi duglega árum saman. Það get ég ómögulega gert í dag.
Ég hef ákveðið að styðja eina heiðarlega framboðið í dag og setja X við O.
Kjósa Borgarahreyfinguna fyrir framtíð barnanna okkar.
AF ÞVÍ ÉG VIL EKKI AÐ BÖRNIN OKKAR VERÐI AÐ ÞRÆLUM AFBORGANA ÁBYRGÐA SEM VIÐ SKRIFUÐUM ALDREI UNDIR.
![]() |
Bubbi er sleginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2009 | 08:25
Og hver borgar skuldina?
Stjórnmálaflokkarnir hækkuðu framlög til sín um 150 milljónir ef ég man rétt eða upp í 370milljónir.
Ég er að tala um framlög úr ríkissjóði.
Peningarnir sem við borgum í skatta.
Peningarnir sem við flest erum sátt við að fari í heilbrigðisþjónustu, menntun og fleira smávegis.
Ég er ekki sáttur við að styrkja þetta samspillingar, sjálftökuflokkslið, með stórum fjárhæðum úr ríkissjóði.
Við erum sem sagt látin borga þessa skuld líka eins og fjárglæframannanna vina þeirra.
Í GUÐANNA BÆNUM EKKI KJÓSA ÞETTA YFIR OKKUR AFTUR
![]() |
Skulduðu hálfan milljarð í lok 2007 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2009 | 08:19
Hvenær veit maður að...
Það var sagður sá brandari um Geir....
Hvenær veit maður að Geir Harde er að ljúga?
-Þegar varirnar á honum hreyfast.
Þessi brandari fer að eiga við um Sjálfstæðismenn almennt...
Skemmtilegir þessir uppistandarar í Sjálftökuflokknum.
Ég er búinn að hlægja að þeim alla páskana.
![]() |
Var í beinu sambandi við bankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 08:16
Ég leyfi mér að efast
Blessuð hreindýrin hafa nú ekkert endilega verið að halda sig þar sem þau voru beðin um að vera.
Þau dýr sem nú eru á landinu ganga mjög nærri því með beit og átroðningi.
Ég verð að sjá marktæk gögn vísindamanna til að trúa því að hægt sé eða æskilegt sé að fjölga þeim.
En vissulega er hægt að hafa nokkrar tekjur af veiðimönnum en er það eina markmiðið?
Ég væri nú alveg til í að borga hæfilegra verð fyrir leyfið...
![]() |
Hreindýrin gefi fleiri störf og tekjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2009 | 17:37
Meira í vasa IMF
Þetta er einmitt það sem verið er að vara íslendinga við. IMF krefst þess að dregið verði úr öllu því sem við viljum að skattarnir okkar fari í.
Tilgangurinn er eingöngu sá að fá meira af landsframleiðslunni í vasa IMF.
20-30% af laununum okkar og álíka af sköttunum okkar.
Alveg niður að því að við rétt eigum fyrir mat!
ÆTLUM VIÐ AÐ LÁTA GERA OKKUR AÐ ÞRÆLUM EÐA ÆTLUM VIÐ AÐ SEGJA NEI!
Eina framboðið fyrir þessar kosningar sem hefur sagt þvert NEI við IMF er Borgarahreyfingin.
Eina framboðið sem vill ekki að börnin okkar verði seld í þrældóm er Borgarahreyfingin.
X-O
![]() |
Hvetja til minni stjórnsýslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2009 | 14:09
Ruglukollar
Hvernig dettur einhverjum í hug að styrkja stjórmálaflokk og búast við því að það muni aldrei koma fram?
Ég hef spurt nokkra fyrirtækiseigendur um þetta og þeim dettur ekki í hug að ef þeir myndu styrkja stjórnmálaflokk með fjárframlagi, að það mundi þar með vera trúnaðarmál sem aldrei nokkurn tíma gæti komið fram.
En þannig hafa íslenskir stjórnmálaflokkar verið reknir alla tíð. Múturnar flæða inn frá hinum og þessum sem afhenda þeim síðan verkefni til baka sem eru langtum verðmætari en múturnar voru. Það má líka kalla þetta styrk til menningarmála...
Þetta eru náttúrulega bara ruglukollar að halda það að hægt sé að halda öllu svona leyndu endalaust...
![]() |
Framsókn leitar samþykkis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar