6.4.2009 | 12:27
Bankarnir eru tómir
Þegar sækja þarf í þá peninga, þá kemur í ljós að peningarnir sem sagt er að séu þar eru ekki til staðar.
![]() |
Óttast áhlaup á Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2009 | 11:46
Hvað svo?
Einhverjum snillingum datt það til hugar að ódýrast væri að smíða skipið í Chile. Persónulega efast ég um að það sé rétt. Það var skylda að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu en skipið var svo smíðað í Chile. Þó töldu menn að það væri verjandi að smíða skipið bara hér á landi án útboðs á evrópska efnahagssvæðinu, þar sem þetta er varðskip / herskip. Hvurslags rugl er þetta?
Nú hafa væntanlega farið í þetta nálægt 30.000.000.000,-kr og ef ég þekki vinnubrögðin rétt þá hefst margra mánaða endursmíði á skipinu hér á landi til að það uppfylli íslenskar reglugerðir, lög, veðurfar og venjur um fagleg vinnubrögð og frágang.
Vonandi hef ég sem mest rangt fyrir mér í þetta sinn, þó ég eigi ekki von á því.
![]() |
Nýtt varðskip sjósett fljótlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2009 | 07:52
Óþolandi óréttlæti
Enn er það svo að bæði ég og konan verðum að kjósa það sama, saman, til að okkar atkvæði vegi til jafns við eitt atkvæði í norðvestur kjördæmi.
Það er fyrir löngu orðið nauðsinlegt réttlætismál að hvert atkvæði sé jafn mikils virði hvar á landi sem það er.
En ég held að það sé löngu orðið ljóst að það gerist ekki meðan ekkert breytist í íslenskum stjórnmálum.
![]() |
Fær Kraginn þrettánda þingsætið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2009 | 14:52
Þetta kostar en hvað á að gera?
Námsfólk sem ætlar á vinnumarkaðinn í vor, til að framfleyta sér í sumar og fram á næsta vetur, hefur ekki um margt að velja.
Kostnaður við sumarnám er verulegur, kennaralaun, greiðsla námslána og svo framvegis. Ég er ekkert viss um að það takist yfirleitt að fá kennara til að vinna þetta.
Nú en það hlýtur að vanta mannskap til að vinna í öllum þessum álverum og virkjunum sem við erum búin að fjárfesta í, er það ekki?
Ef enga vinnu er að fá, engar atvinnuleysisbætur, engin námslán þá... verður fólk að flytja til annars lands er það ekki?
![]() |
Sumarnám kostar milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 07:19
Fundað um framtíð heimsins
Þessi fundur er í raun um framtíð heimsins eins og við þekkjum hann í dag.
Kínverjar eiga í raun helminginn af USA og ástandið er alvarlegt í fjármálum allra þeirra 20 landa hverra talsmenn eru þarna samankomnir.
Komist menn ekki að nothæfri lausn þá stendur heimurinn frammi fyrir alvarlegu ástandi og sumir segja grunninum að þriðju heimsstyrjöldinni.
Það er full ástæða til að fylgjast vel með þessum fundi og biðja þess að niðurstaðan verði góð.
Eitt er þó á hreinu. Sú hugmyndafræði og aðferðir sem notast hefur verið við undanfarin ár hefur beðið algjört skipbtot og verður ekki áfram til í sömu mynd. Heimurinn mun breytast, spurningin er bara hvernig?
![]() |
Fundað í skugga mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.3.2009 | 23:03
A, ha, ha, ha, ha...
![]() |
Bandaríkin í Mannréttindaráðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.3.2009 | 15:54
Fundað um framtíð heimsins
Það er undarlegt að Íslenskir fjölmiðlar fjalli ekki meira en raun ber vitni um G20 fundinn sem fram fer í London í þessari viku.
Þessi fundur er sagður vera um framtíð heimsins. Sú krafa er gerð til fundarins að fram komi lausn á vanda hagkerfis heimsins.
Ef það tekst ekki að koma fram með lausn á vandamálinu þá er heimurinn eins og við þekkjum hann búinn að vera. Eða svo hafa fjölmiðlar að minnsta kosti orðað það erlendis...
![]() |
Frakkar hóta útgöngu af G20 fundinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2009 | 23:25
Alvöru bíll
Alla tíð hafa rafmagnsbílar verið framleiddir sem forljótar druslur sem maður mundi skammast sín fyrir að setjast inn í og varla komast milli húsa á hleðslunni.
Tesla motors komu fram með það sem vantaði, straumlínulagað tryllitæki sem stingur flesta sportbíla auðveldlega af, kemst hundruð kílómetra á hleðslunni og kemst miklu hraðar en leyfilegt er að aka.
Ég mun verða með fyrstu mönnum að fá mér Tesla Roadster eða annan álíka sem ég hef efni á um leið og ég get keypt hann.
Sú ánægjulega þróun hefur reyndar fylgt í kjölfarið að fleiri bílaframleiðendur, sérstaklega þeir evrópsku, hafa fylgt í kjölfarið og eru að prófa bíla sem koma í fjöldaframleiðslu innan fárra ára.
![]() |
Rafmagnsbílar sækja á þrátt fyrir kreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2009 | 09:06
Bankastarfsmenn eru ríkisstarfsmenn
Starfsmenn bankanna eru í dag í raun ríkisstarfsmenn.
Launataxtar ríkisstarfsmanna eru skýrir.
Það eru engir ofurlaunataxtar í launatöxtum ríkisstarfsmanna.
Er ekki bara bankinn á Hólmavík, Sparisjóður Strandamanna, eini bankinn sem stendur á eigin fótum í dag?
Hvað er starfsfólk þess banka með í laun? Má ekki hafa það til hliðsjónar?
Það má að minnsta kosti hafa bankasiðferði strandamanna til hliðsjónar.
Hmm, nýtt hugtak? Strandamannabankasiðferði.
![]() |
Gagnrýna glysferðir og skrautsýningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2009 | 09:47
Mótmæli í London
Fjölmiðlar á Íslandi virðast hafa kosið að fjalla ekki um mestu mótmæli sem verið hafa í langan tíma.
Hér eru nokkrar myndir frá mótmælagöngunni "Put People First" í London laugardaginn 28. mars 2009.
Látum myndirnar tala sínu máli.
![]() |
Skipt í sumartíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar