10.6.2009 | 08:54
ICESLAVE Börnin bera ábyrgðina
ICESLAVE samningurinn gengur út á það að gera börnin okkar að ábyrgðarmönnum og greiðendum fjármálasukks og gæpastarfsemi nokkurra tuga einstaklinga.
Það er bara siðferðislega RANGT.
Það passar einmitt að þegar þau koma út á vinnumarkaðinn þá skulu þau byrja að borga af einhverju fáránlega háu láni sem var skrifað uppá af foreldrum þeirra.
Í ofanálag fékk sama siðspillta sjálftökuliðið nýja banka, nýja kennitölu og NÝJA RÍKISÁBYRGÐ. (Kúlulánaliðið verður að yfirgefa stjórnun bankanna.)
Nú berjast fjölskyldur landsins hreinlega fyrir lífi sínu og framtíð frammi fyrir blindum augum þingsins, skjaldborgin um heimilin er ekki einu sinni tjaldborg.
Þessir nokkrir tugir einstaklinga sem ábyrgðina bera ganga enn lausir og spóka sig á lystisnekkjum og lúxusþotum.
Það eina sem við eigum sameiginlegt með þeim er að vera með eins vegabréf, því raunverulegir íslendingar eru þeir varla.
Þeir sem ábyrgðina bera og tóku ofurháar launagreiðslur fyrir það skulu bera ábyrgðina, ekki börnin okkar. Til þess þarf vilja breta og hollendinga til að sækja það fé sem er í þeirra lögsögu bæði innan lands hjá þeim og á aflandseyjum.
Það er enginn að segja að það eigi ekki að borga, það er aðferðin sem deilt er um.
Nýju bankarnir bera byrðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála. Það er undarlegt hvað margir íslendingar virðast láta pólitískar skoðanir sínar ráða í þessu máli. Ef Steingrímur snýst eins og vindhani þá snýst vinstra fólk og telur ekki vera annað í boði en að setja drápsklyfjar á saklaus börn. Bendir á ábyrgð D og B sem er hverju mannsbarni augljós en telur það réttlæta það að VG og S skrifi undir afarsamninga fyrir þjóðina.
Magnús Sigurðsson, 10.6.2009 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.