Framhaldsskólar geta ekki boðið það sem um er beðið (mars 2022)

Framhaldsskólar geta ekki boðið það sem um er beðið.

Verknám er líklega ein hagnýtasta og besta menntun sem til er á Íslandi í dag. Það er varla minnst á menntamál opinberlega án þess að minnst sé á þörfina fyrir verk og tæknimenntaða einstaklinga. Fyrirtæki og samtök í atvinnulífinu biðja menntakerfið um meiri, fleiri og betri slíka. Fagmenn sem kunna sitt fag og eru tilbúnir til að bæta við því sem til þarf að aðlagast nýjum og breyttum tímum. Evrópuþjóðir eins og til dæmis Þjóðverjar hafa reiknað það út upp á brot úr prósenti hve mörg störf munu hverfa varanlega á næstu áratugum. Á sama tíma verði til önnur störf. Á Íslandi megum við búast við að um það bil helmingur allra starfa sem nú eru til muni hverfa. Stóra spurningin er hvort við séum, eins og Þjóðverjar, að undirbúa okkur fyrir þær breytingar sem við vitum að eru á næsta leiti. En eru það störf iðnaðarfólks og annars tæknimenntaðs fólks sem munu hverfa? Svarið við þessari spurningu er; að yfirvöld menntamála í hverju landi, líka á Íslandi, verða að leggja í þá vinnu að greina nákvæmlega hvaða störf munu hverfa og hvað þarf að koma í staðinn. Það er svo sem auðvelt að spyrja bara hjá þeim þjóðum þar sem þetta hefur verið kannað. 

Sá sem þetta ritar veit að þörf fyrir tæknimenntun er að aukast. Sem betur fer er það þannig að þau sem sækja um skólavist í framhaldsskólum landsins virðast vita þetta líka, því umsóknum á þær brautir framhaldsskólanna aukast jafnt og þétt. Vandamálið er hins vegar að þau fá ekki öll skólavist. Það er ekki pláss í framhaldsskólum landsins, það vantar framboð á iðn- og verkmenntun í framhaldsskólunum. Líklega er hundruðum nemenda hafnað, meinuð skólavist í verklegum greinum, því það er ekki pláss í skólunum. Það vantar sæti, skólastofur, skólahúsnæði, búnað, aðstöðu, kennara og auðvitað fjármagn til að geta boðið upp á það verknám sem þörf er fyrir. Það virðist þó vera sætapláss í skólunum fyrir nemendur að læra bara eitthvað annað. Eitthvað sem atvinnulífið vantar ekki, þjóðina vantar ekki og enginn bað um. Ekki einu sinni nemandinn sjálfur.

Öll samtök atvinnurekenda, hvaða nafni sem þau nefnast, ásamt öllum öðrum samtökum sem málið varðar, ættu að geta verið sammála um það að taka á þessu hratt og vel. Ríkið sem heldur utan um þennan málaflokk þarf einfaldlega að fjölga plássum í verk- og tækninámi í framhaldsskólum með öllum tiltækum ráðum, mögulega með aðstoð atvinnulífsins. Það ætti að vera hagkvæmt fyrir alla sem að því koma. Til þess þarf þó greinilega að taka stóra, hugrakka, pólitíska ákvörðun um að auka pláss fyrir verk- og tæknimenntun í framhaldsskólum, eins hratt og mögulegt er. Þetta er eitt af þeim atriðum sem framtíð íslenskra fyrirtækja og þjóðarinnar veltur á. Þetta er eitthvað sem allir ættu að geta verið sammála um.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Björgvinsson

Höfundur

Baldvin Björgvinsson
Baldvin Björgvinsson

Framhaldsskólakennari. Raffræðingur. Skútusiglari.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • baldvinb launasedill 31des2021
  • heilgrima
  • halfgrima
  • ...jorgvinsson
  • frozenintimebanner.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 14101

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband