Færsluflokkur: Bloggar
9.9.2009 | 13:40
Leiðindalumma
Mikið er hún orðin leiðinleg þessi lumma um að fólk nenni ekki að vinna.
Atvinnurekendur þurfa bara að borga fólki þau laun sem nauðsinleg eru.
![]() |
Atvinnurekendur fá ekki starfsmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
3.9.2009 | 12:18
Glórulaust að borga!
Tökum dæmi um þá Meðaljón og Sérajón.
Meðaljón átti 15 milljónir, hann tók aðrar 15 milljónir að láni og keypti 30 milljón króna húsnæði yfir fjölskylduna. Í dag getur hann ekki borgað af láninu sem er orðið 30 milljónir og ef hann væri svo heppinn að ná að selja húsið þá fengi hann 20 milljónir fyrir það.
Meðaljón vill borga upp lánið, er heppinn og selur húsið og leggur 20 milljónir inn hjá bankanum en skuldar enn 10 milljónir.
Við þetta bætist að hann keypti tveggja milljón króna bíl, svona meðalbíll fyrir fjölskylduna sem telur fimm manns, borgaði eina sjálfur og tók eina að láni.
Bílalánveitandinn tekur af honum bílinn því hann getur ekki borgað og sendir honum allskonar bullreikninga fyrir hinu og þessu. Bíllinn er metinn á núll krónur upp í lánið sem er komið í tvær milljónir.
Meðaljón skuldar nú tvær milljónir í bílalán, en hefur engan bíl, skuldar 10 milljónir í húsnæði en hefur ekkert húsnæði og við bætist allskonar innheimtu og lögfræðikostnaður og dráttarvextir.
Meðaljón skuldar nú um það bil 15 milljónir. Er búinn að tapa 16 milljónum sem hann lagði fram og sér aldrei aftur í þessu lífi.
Sérajón átti hins vegar sitt húsnæði.
Hann skuldaði ekkert og átti 15 milljónir í banka.
Bankinn fór á hausinn og Sérajón tapaði öllum milljónunum 15.
Ríkisstjórnin ákveður hins vegar að bæta Sérajóni upp allt tapið með fé úr ríkissjóði.
Meðaljón skilur ekki réttlætið í því að endurgreiða Sérajóni úr ríkissjóði en ekki Meðaljóni sem setti sínar 15 milljónir í fasteign.
Meðaljón er reyndar búinn að sjá að hann mun aldrei meðan hann lifir geta borgað upp skuldir sínar. Hann veit innst í hjarta sínu að hann ber enga ábyrgð á því hvernig lán hans hafa hækkað takmarkalaust og allar forsendur sem hægt var að hugsa sér í upphafi eru löngu brostnar.
Lánveitandinn hækkar lánið og afborganir algerlega hömlulaust með slíku offorsi að hvaða mafía sem er myndi ekki láta sér detta það til hugar. Innheimtuaðferðirnar eru síðan slíkar að mafían dauðskammast sín fyrir linkind.
Þetta verja ráðherrar íslensku ríkisstjórnarinnar með öllum tiltækum ráðum.
Meðaljón sér að það er glórulaust að henda peningum í þessa hít, hættir að borga mafíunni og flýr land með fjölskylduna.
![]() |
Grunnur að lausn á vanda heimila? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.9.2009 | 03:05
Hver eru rökin fyrir IKR ?
Ég viðurkenni fúslega að ég er enginn baráttumaður fyrir því að nota íslenska krónu og trúi því staðfastlega að búið verði að skipta um gjaldmiðil fljótlega.
Gjaldmiðill er bara aðferð til að skiptast á verðmætum án þess að þurfa að eiga bein vöruskipti. Til þess að eiga slík verðmætaskipti við önnur lönd er traustast að notast við alþjóðlega traustan gjaldmiðil sem alltaf er jafn mikils virði.
En ég mig virkilega langar að heyra rökin fyrir því, af hverju ísland ætti að nota íslenska krónu, ég þekki nefnilega engin tæk rök fyrir því önnur en þau að geta fellt gengið á eigin gjaldmiðli.
![]() |
Ísland taki upp evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2009 | 15:52
Lífeyrissjóðir eru lífeyrir
Lífeyrissjóðir íslensks launafólks eru að miklu leiti einu peningarnir sem íslendingar eiga í raun í dag. Mest allt annað er horfið, stolið.
Það var og er tilgangur lífeyrissjóða að greiða fólki framfærslu, eða svokallaðan lífeyri, ef það þarf að hætta að vinna af einhverjum orsökum. Vegna slysa, örorku, veikinda eða vonandi hjá sem flestum, elli þegar starfsæfinni er að ljúka.
Lífeyrissjóðir eru ekki eign vinnuveitenda, stjórnenda lífeyrissjóðanna, banka, eða fjárglæframanna þó þeir virðist stundum halda það. Lífeyrissjóðir eru ekki heldur eign ríkisstjórnarinnar. Lífeyrissjóðirnir eru eign þeirra sem í þá greiða og engra annara.
Lífeyrissjóði á að varðveita með sem öruggustum hætti svo sem mestar líkur séu á að þeir fjármunir verði enn til staðar hvað sem á dynur í fjármálakerfi landsins eða heimsins.
Lífeyrissjóðir eiga ekki að taka þátt í áhættufjárfestingum.
![]() |
Menn fara best með eigið fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2009 | 12:14
Auðlindir í þágu þjóðar
Það er hverjum heilvita manni ljóst að auðlindir þjóðarinnar eru mestu tekjupóstar okkar.
Raforkan, fiskurinn, hugvitið og nú síðast olían. Hitaveituna notum við mest sjálf. Raforkuna seljum við að mestu til gjaldeyrisöflunar, fiskinn sömuleiðis og svo auðvitað hugvit þjóðarinnar sem að mestu byggist á háu menntunarstigi.
Fleira er selt fyrir gjaldeyri en er margt og smátt og þó svo margt smátt geri eitt stórt þá verður það ekki talið upp hér án þess að gera lítið úr því.
Sem raffræðingur og kennari er ég ágætlega að mér um raforkuframleiðslu þjóðarinnar og verð að segja að þessa orkulind meigum við aldrei selja frá okkur. Það er ekkert óeðlilegt við að sífellt sé reynt að komast yfir þessar auðlindir. Ekkert getur gefið jafn góða ávöxtun í langan tíma og sala á raforku sem framleidd er með svo hagkvæmum hætti sem hér er.
Allar auðlindir þjóðarinnar eru það sem þjóðin í raun lifir á.
Auðlindirnar eru mjólkurkýrin.
Ef við seljum þær þá er búskapnum lokið og eins gott að flytja burt.
![]() |
Eignast meirihluta í HS Orku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2009 | 14:52
Stéttarfélög á móti sínu fólki.
Ég var að átta mig á því af hverju stéttarfélögin gera ekki rassgat til að hjálpa sínu fólki þessa dagana.
Fyrir utan ofurlaunin sem forsvarsmenn stéttarfélaganna hafa og eru þar með í engu sambandi við lífskjör sinna umbjóðenda. Þá eru stéttarfélögin í vonlausri stöðu í dag sem mestu fjármagnseigendur íslands.
Lífeyrissjóðirnir eru væntanlega einu fyrirbærin í íslensku samfélagi sem eiga peninga. Þegar kemur upp svona staða eins og í dag þá hafa stjórnir stéttarfélaganna varla annan kost en að standa með lífeyrissjóðnum gegn sínum eigin félagsmönnum, sem eru þó eigendur lífeyrissjóðsins.
Það er svo sem ekki skrítið að það heyrist ekki múkk í þeim sem eru á launum hjá launþegum til að gæta þeirra hagsmuna. En þeir hafa greinilega tekið afstöðu með fjármagnseigendum gegn launþegum, hverra þeir fá þó borguð laun frá til að gæta þeirra hagsmuna.
![]() |
Fara í greiðsluverkfall 1. okt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.8.2009 | 08:17
Þjóðartár
Bjartur dagur brosti mér við,
en alþingismenn, hvað gerið þið?
Ég heyri þungan tára-nið,
þjóðin grætur,
ykkar vonlausa-lið.
Höfundur:
IngSt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2009 | 20:16
HHG var ekki að mótmæla
Hannes Hólmsteinn var ekki kominn til að taka þátt í mótmælum. Hann var þarna til þess að auglýsa nýju bókina sína.
Ef einhver ber hugmyndafræðilega ábyrgð á ástandinu eins og það er í dag þá er það hann og hans helstu kumpánar. Það vita allir sem það vilja vita.
Ég vil minna á:
http://www.youtube.com/watch?v=jYT5Ef0Xnjk
http://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOF
http://www.youtube.com/watch?v=8eM6l9XGKiY
Að öðru leiti má bara fara á youtube.com og slá þar inn leitarorðin: Hannes Hólmsteinn
![]() |
Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2009 | 16:02
Sparkað í liggjandi...
Það er auðvelt að sparka í liggjandi mann. Þannig er það með atvinnulausa að þar er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur að vera sífellt að níða skóinn af þeim sem illa standa og lítið geta borið hönd fyrir höfðuð sér.
Þar fara ekki mikil karlmenni, eru varla með miklar kúlur á milli lappanna, þeir sem hafa ekkert annað að gera í lífinu en að tala um hvernig atvinnulausir svíkja og svindla.
Ég get lofað því að engin skráir sig atvinnulausan að ástæðulausu og ef fólki tekst að nurla saman einhverjum aukapening fyrir mat þá gerir það það. Bæturnar fara beint í bankann.
Nei, ég er ekki atvinnulaus sjálfur.
Það væri nær að eltast við raunverulega siðlausa svikara og svindlara sem eru enn að um allt fjármálakerfið að eltast við að ná af okkur síðustu krónunum, bílnum, húsinu og eru að selja börnin okkar í þrældóm IceSlave til ókominna ára.
Svei!
![]() |
Atvinnulaust fólk-ekki skrokkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.8.2009 | 01:00
Eftirlit með valdbeitingu
Ég er nú að verða hálf hissa á fréttum af lögreglunni þessa dagana.
Án þess að þekkja nægjanlega vel til hvers atviks fyrir sig þá er það svo að þegar opinberum starfsmönnum hefur verið veitt heimild til valdbeitingar í starfi sínu þá þarf auðvitað að hafa eftirlit með því hvort valdbeitingarheimildinni sé rétt beitt.
Valdbeitingarheimild er mjög vandmeðfarin.
![]() |
Í handjárn en óölvuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.8.2009 kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Um bloggið
Baldvin Björgvinsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar